Landneminn - 01.02.1949, Page 7

Landneminn - 01.02.1949, Page 7
lind, seiri einvörðungu var helguð þessum manndráp- um. í staðinn gáfu guðirnir ár og frið ■— eða sigursæld í stríði. Um 1050 var bisk- upsstóll settur í Uppsala og hafin dómkirkjusmíði, sem lauk þó ekki fyrr en á 12. öld. Erkibiskupsstóll var settur hér árið 1164. En Uppsala var aldrei vel í sveit sett, og þegar Logi karl lét greipar só]>a um dómkirkjuna skömmu fyrir miðja 13. öld, tók að losna um erkibiskup á þessum stað. Árið 1273 var þessi ágæti stó’ll fluttur til Eystraóss, sem nú hlaut nafnið Uppsala, og var þá enginn hlutur rökréttari en hinn forni sögustaður fengi „gamla“ framan við sitt lieiti. Hefur hann borið það með sóma öll þessi ár. En Eystriós hófst til mik- illar frægðar undir sínu nýja nafni. Helztu fremdarmenn þessa nýja vaxandi bæjar voru erkibiskuparnir, og voru sumir stórbrotnir karlar. Um miðja 15. öld var Jöns Bengtson erki- biskup, og annaðist j>ar að auki ríkisstjóraembættið öðru hvoru. Hann var rammur fjandi Karls Knúts- sonar og lýsti því eitt sinn yfir frá háaltarinu í dóm- kirkjunni, að hann skyldi eigi létta fyrr en Kristján 1. hefði náð konungdómi á ný, en Kalli burtu hrak- inn. Eðli þessarar stríðyfirlýsingar sómdi ekki kross né liempa, enda var guðsmaðurinn klæddur brynju og girtur sverði fyrir altarinu í þetta sinn. En einn frægasti Uppsalabúi fyrr og síðar er Olov Rudbeck, höfundur „Alantikan“. í þeirri bók leitaðisl hann við að sanna að Skandinavía væri j)að fræga land Atlantis sem Plato og fornar sögur herma að sokkið hafi í sæ. Atlantis væri sem sagt ennþá ofan- sjávar. En Rudbeck var ekki einasta rithöfundur, því 22 ára ungur varð hann frægur fyrir uppgötvanir í líffærafræði. Hann byggði turn ofan á háskólahúsið, Gustavianum, gerði við dómkirkjuna og Kastalann, lagði vatnsleiðslu, reisti brú vfir Fýrisá og kom á póstgöngum milli Uppsala og Stokkhólms. Hann skipulagði bótanískan trjá- garð, ra;ktaði tóbak, og tók upp karlöflur 100 árum á undan Birni í Sauðlauks- dal. Árið 1702 geisuðu miklir eldar í Uppsala, og fór hálfur bærinn eða vel j)að í rúst. Þá brann einnig ævikveikur Olov Rudbecks. Þessi eldsvoði var ekki sá fyrsti í sögu Uppsala. Margir höfðu farið á und- an, eyðandi kirkjum og ráðhúsum. Hins vegar fer minni sögum, og }>ó nokkr- um, af eyðingu mannabú- staða, enda ólíku saman að jafna }>ar sem eru hús guðs og hús manna. í þessum ba' hafa einnig verið haldnar stórar orustur. Hér hafa kóngar verið krýndir og drottningar lagt niður völd. Hér lét Eiríkur XIV. fremja ógnarmorð árið 1567. Og hér gaf Gustavus Adolphus Uppsalaháskóla erfigóðs áður en hann fór að stríða fy rir trúna á Þjóðverjalandi. Ekki má heldur gleyma því að í jiessum bæ eru Sjö gluggar helvítis, og er j)á auðgert að finna það X sem í þessu daimi táknar nafn hússins sem gluggarnir eru á. Aftur á móti er mér ókunnugt um hvaða djöfulskúnstir hafa verið framdar í liúsi því. Enn síður veit ég nán- ari orsakir til nafna eins og Islandsgatan og Islands- brúin, en bæði þessi nöfn eru heimilisföst í U]ip- salabæ. Tvö eru þau hús í jjessum gististað, sem fyrst draga til sín augu og athygli ferðamanns: Dómkirkjan og Kastalinn (eða Höllin), „Slottet“. Mér er hermt að turnar dómkirkjunnar séu 118 metra háir. Sjaldan hef ég séð öllu lítilmótlegri mannsorma en þá sem skröngl- uðust eftir St. Eiríkstorgi þann eftirminnilega dag 10. febr. 1946, er ég liafði klifið þær 500 tröppur (eða svo) sem liggja upp í annan háturninn, og leit þaðan niður á jörðina. Og s])orvagnarnir á Sýslumannsgötu hvílíkir tólffótungar. - Undir messulok í þessari Framhald á bls. 18. Dómkhkjutiinuirnir. Sjá mennina. í forgrunni: Steinsúla til minningar urn Gústaf Adólf. LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.