Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 10

Landneminn - 01.02.1949, Blaðsíða 10
/ hinum forsögulega grafreit Eridú liggja jarfineskar leifar harna og fullorðinna, umkringdar snoturhga hlöfinum rnúrsteinsveggjurn. Grafreitur hinnar fyrstn bnrgar I babýlonskum helgisögnum segir svo um sköpunina: „Öll lönd voru sjór. Síðan var Eridú gerð.“ — Þessi ævaíorna borg, raunveru- leg vagga borgarlífsins, grafin undir eyðimerkur- sandinum í sunnanverðri Mesópótamíu, var fyrst uppgötvuð árið 1855. Síðan hefur hún verið jrekkt sem hin mikla miðstöð trúarlífs á tíma- bilinu 3000—2000 fyrir Krist, súmeríska tíma- liilinu svokallaða. En þrálátir sandstormar eyði- merkurinnar og herskáir ættflokkar liindruðu iengi vel allar nánari athuganir á staðnum. Það var ekki fyrr en árið sem leið, að forn- fræðingar fengu aðstöðu til að grafa gegnum rústirnar og rannsaka ):>ar ummerki öll. Og djúpt niðri rákust þeir á sannanir fyrir því að gamla babýlonska lielgisögnin styðst að nokkru við staðreyndir. Það kom í ljós, að menning sú, sem nefnd hefur verið Obeid, og var um eitt skeið álitin elzta menning Jressa heimshluta, hafði þarna náð mjög háu stigi, t. d. í vönduðum musterisbygg- ingum. En undir þessu lagi sögulegi'a menja fundust 12 eldri lög musterisrústa, sem áttu sér miklu eldri sögu, — sögu sem ef til vill náði aftur til ársins 5000 fyrir Krist. Tiltölulega skömmu fyrir þessa dögun borgarlífsins hafði Persaflói, sem nú er 130 mílur fyrir suðaustan Eridú, í raun og sannleika náð yfir landsvæðið, þar sem borgin var byggð. — Og þarna er þá fengin sönnunin fyrir sannleiksgildi hinnar iiabýlonsku helgisagnar. Hinir fyrstu borgarlmar sögunnar, byggjend- ur Eridú, unnu sín verk með óbrotnum tækj- um, bæði úr steini og eir, en leifarnar af múr- 10 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.