Landneminn - 01.02.1949, Qupperneq 11

Landneminn - 01.02.1949, Qupperneq 11
vinnu þeirra og ýmiskonar útbúnaður í þeim 200 gröfum, sem ha£a verið rannsakaðar, bera vott um þroskaða iðnmenningu. Grafirnar eru umkringdar velhlöðnum veggjum úr sólþurrk- uðum múrsteini. Hinir dauðu liggja endilangir, og hjá þeim snoturlega málaðir leirmunir marg- víslegrar lögunar. Hálsfestar og aðrir slíkir skrautmunir fundust ennfremur þarna, og í einni gröfinni líkan af fornum báti. Það munaði minnstu að fornfræðingarnir vikn- uðu yfir því sem þeir sáu í gröf lítils drengs. Þvert um hné drengsins lá ósködduð beina- grindin af veiðihundinum hans, og hjá kjafti hundsins eitt einstakt bein, nestið til hinnar löngu ferðar. Rústirnar af Eridú rísa eins og lágir hö'lar upp úr hinni mesópótamísku sléttu, og þar standa hæst leifarnar af súmerísku musteri frá því um 2000 fyrir Krist, lögunarlausar eftir um- breytingar aldanna. Þar niður undan hafa forn- fræðingarnir grafið í gegnum 18 lög ennþá eldri rústa, er sýna fornan vöxt borgarinnar eins og árhringir í trjábol. Þeir komust að raun um að frumbyggjar Mesópótamíu höfðu um 30 alda I einni gröfinni fundust jarSncskar leifar lítils drengs ag kundsins hans. Leirkcr (nc'iist á nryndinni) hefur verifi látifi me’ð til notkunar i nœsta líji. Teikningin sýnir, hvernig musteri hinna jyrri tímabiia voru sjö sinnum endurbyggð, unz f)uu voru algjörlega hulin undir hinu mikla nmsteri súmeríska límabilsins. skeið endurbyggt borgina æ ofan í æ, hvert eitt sinn í kringum nýtt og stærra altar, helgað Enki, verndargoði þeirra. — I sjötta laginu að neðan \ar hinn lorsögulegi grafreitur. í neðsta laginu voru brot úr leirmunum, sérstakrar tegundar, sem bendir til skyldleika frumbyggjanna við ætt- flokka í norðanverðu Sýrlandi. (llr tímaritinu „Lifc” 24. jan. s. L). Arabiskir verkamenn grafa gegnum ne'östa rústalagiS, J>ar sem ibúar Eridú reistu sitt jyrsta musteri mcir en 4000 árum fyrir Krists burö. LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.