Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 2

Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 2
Einar M. Albcrtsson frá Siglufirði sendi blaðinu þessa ^rein nm Vandamál dreifbýlisæskunnar 1 dálkum LANDNEMANS hef- ur nokkuð verið ritað um vanda- mál æskunnar og hefur þá að von- um mest verið vikið að vandamálum Reykjavíkuræskunnar, s.s. húsnæð- isvandamálum og skorti á viðun- andi uppvaxtarskilyrðum. Vandamál æskunnar eru mörg í voru þjóðfé- lagi og flest ná þau til hennar hvað svo sem búsetu líður. En sum eru staðbundin. Æskulýður dreifbýlis- ins, — sveitanna, smáþorpanna og bæjanna kringum landið á við mörg og erfið vandamál að stríða, — vandamál, sem ekki verða leyst nema á þjóðfélagslegan hátt. Á síðustu árum hefur meira eða minna atvinnuleysi herjað þorp og bæi á vestur-, norður- og áustur- landi. Aflabrestir meiri og minni á bæði þorsk- og síldarvertíðum hafa lamað miög atvinnulíf hinna smáu staða. Félaus hreppa- og bæjafé- lög ha<a staðið uppi vanmegna að bæta úr bessu ástandi af eigin ram- leik og hafa bví gert út sendinefnd- ir eftir sendinefndir til að leita á- siár og aðstoðar hins opinbera, Al- þinfris og ríkisstiórna. En þær ferð- ir bafá ekki allar orðið til fjár. Fólk smástaðanna við sjávarsíðuna á ekki sömu náðar að njóta fyrir augum valdhafanna og blessaðar sauðskepnurnar í sveitum austan- lands fyrir nokkrum árum, þegar ríkisstiórnin þáv. ótilkvödd veitti 4—5 millj. kr. aðstoð til fóðurkaupa búpeningi til handa. Öllum fannst þetta fallega gert og bera góðu hug- arfari vitni. En þverstaða og tregða þessara og annarra valdhafa gegn úrbótum á atvinnuleysi og skorti hundraða og oft þúsunda verka- manna í sjávarþorpum og bæjum kring um landið, liefur líka þótt bera vitni hugarfari valdhafanna. Og Lokaráðið hefur upp á síðkastið orðið það að senda svo og svo stóra hópa atvinnuleysingja suður á Keflavíkurflugvöll til starfa fyrir hernámsliðið. Æskulýður þessara staða hefur fengið að kenna á atvinnuleysinu. Ein afleiðing þess er að tæplega aðrir en menn á bezta aldri fá vinnu. Eldri menn og unglingar eru snið- gengir eins lengi og mögulegt er. Og ef þörfin krefur eru eldri menn- irnir látnir ganga fyrir. Það er því síður en svo að hinir ungu þegnar séu boðnir velkomnir til starfa fvr- ir þjóðfélag sitt og land. Miklu heldur er, að þeim mæti hið kulda- lega svar: Þér er ofaukiS, ekkert er handtn þér aS gera. En á síðuslu mánuðum hefur svarið verið: ÞaS vantar menn á Keílavíkurilugvöll, þú getur fariS þangafi. Og þangað neyðist æsku- fólkið, sem enaa vinnu fær í heima- högum, til að fára. En þar er hvorki unnið fyrir íslenzkt þjóðfélag né íslenzk hrjóstur grædd. Þar er landi eytt í stað þess að græða og byggja land, þar er dýrmætum þjóðfélags- legum kröftum, verðmætum, sóað til fánýtis. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Meginkjarni æsku- lýðsins í þorpi eða bæ er^ farinn, flúinn á náðir hernámsmanna. Vist- in líkar þar yfirleitt illa þegar til kemur, spilling á fleslum sviðum umlykur allt og alla. Veganestið að heiman, ástin á íslenzku þjóðerni og tungu heyr harða baráttu gegn hin- um fjandsamlegu erlendu áhrifum. Baráttunni líkur oftast á annan hvorn veginn: uppgjöf fyrir spill- ingunni til að halda atvinnunni eða flótti frá hvoru tveggja. Og þá hefst að nýju leit að atvinnu meðal sam- landanna og þá helzt þar sem ein- hvers er að vænta, í Reykjavík eða nærliggjandi stöðum. Oftast tekst að. fá þar vinnu, þar ílengist svo hinn ungi þegn, en átthagarnir verða æ fátæka.ri af íbúum og lífið þar æ erfiðara þeim fáu, sem eftir sitja. Islenzka æska! Er ekki mál að þú rumskir og lítir í kring um þig? Sérðu ekki að hverju stefnir? Hugs- arðu ekki um hverja byrði er ver- ið að leggja á herðar þínar til að bera í framtíðinni? Sérðu ekki, að þeir rembihnútar, sem nú reyrast æ fastar í öngþveitisflækju þjóðmál- anna. í höndum núverandi valda- manna, torvelda þér allt starf þeg- ar til þinna kasta kemur í þjóðfé- laginu? Veiztu ekki að afglöp þeirra og óhappaverk lenda á þér beint eða óbeint, — að í þinn hlut kemur að létta af þjóðinni því oki, sem þeir liafa á hana lagt. Finnst þér ekki tími til kominn að grípa í taumana, nú strax, og firra sjálfa þig erfiði og vandræðum með því að víkja þessum herrum frá, en setja í stað- inn aðra, sem þú getur treyst til góðra verka? Reynslan sýnir, að stefna Sósíalistaflokksins til lausnar á vandamálum dreifbýlisins er rétt. Því ber þér, æska, að kynna þér hana og berjast fyrir henni. 10 LANDNEMLNN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.