Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 9
upp stein en fleygir honum frá sér án þess að kasta honum á nokkurn mann (6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum). Magnús Hákonarson lendir í óeirð- unum við kylfuútrásirnar og gas- árásirnar. Hann verður fyrir því að lögregluþjónn skýtur úr gasbyssu í augað á honum á litlu færi (6 mán- aða skilorðsbundið fangelsi). Jón Steinsson er sleginn af lögregluþjóni fyrirvaralaust og snýst til varnar án þess að válda nokkru tjóni. (7 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum). FriSrik Anton Högnason er að hjálpa manni á fætur, sem hafði dottið.' Kemur þar að kylfubúinn Heimdellingur og slær til hans kylfunni. Anton tekur af honum kylfuna, notar hana ekkert, en fer með hana á brott (4 mánaða skilorðsbundið fangelsi). Jóhann Pétursson verður fyrir gas- bombu, sem hann tekur upp og hendir frá sér (3 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi). Gísli Isleifsson er að hjálpa manni, sem hafði verið sleginn niður, kemur þá að honum lögregluþjónn og sjær Gísla í bakið. Gísli verður reiður og hendir í lög- reglúþjóninn mold (3 mánaða skil- orðsbundið fangelsi). Árni Pálsson stóð og var að horfa á. Einn úr gangstéttarliðinu kastar þá í hann skítugum hanzka. Árni fær lánað eitt egg hjá kunningja sínum og hendir því eitthvað inn í gangstétt- arliðið (3 mánaða skilorðsbundið fangelsi). Alfons GuSmundsson er sleginn af lögregluþjóni með kylfu og fer í stympingar við hann. (12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum). GarSar Óli Ilalldórsson er sleginn af lögreglu- jjjóni en hann hendir í hann stól- löpp í staðinn án þess að hitta. (5 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum). Ólafur Jensson er að flýja undan gasórás lögreglunnar og grípur gasbombu og kastar henni frá sér (4 májraða óskilorðsbundið fangelsi). Þá eru þrír eftir, en þeir taka engan þátt í óeirðunum og á þá er ekki ráðist, en þeir eru allir sviptir almennum borgarréttindum. Magnús Jóel Jóhannesson er einn þeirra. Öll sjö vitnin í máli hans bera ýmist að hann hafði æst menn upp eða stillt til friðar. Tveir lögreglumenn sáu ekkert æsilegt til hans og dyra- vörður sagði, að hann liafi verið allra manna stilltastur (7 mánaða óskilorðsbundið fangelsi). Jón Múli Árnason er annar. Hann tók engan þátt í óspektum, Clausensbræður segja þó, að hann hafi kastað. steini. Hann neitar því staðfastlega, en þeir fengu að sverja (6 mánaða óskil- orðsbundið fangelsi). Þriðji er Stef- án Ögmundsson. Hann tók engan þátt í óspektum, en talaði þrisvar til fólksins og skýrði frá undirtektum formanna þingflokkanna undir til- lögu útifundarins, frá úrslitum máls- ins á þingi og því, að þingmennirnir fengju ekki að fara út úr húsinu. Allt sem hann sagði vár sannleikur og sannanir voru fyrir hendi um að ekki heyrðist til hans á aðal óeirða- svæðið fyrir vestan miðju þinghúss- ins, svo að ekki gat ræða hans valdið æsingi þar. Stefán var trúnaðarmað- ur þess fólks, sem kom af útifundin- um og krafðist þjóðaralkvæðis og lögreglan gerði engar tilraunir til að koma í veg fyrir að hann talaði. Þegar Stefán talaði ])au orð, sem hann er dæmdur fyrir í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, sat Alþingi ekki á rökstólum. Af þessu stutta yfirliti yfir máls- atvik í málum hinna dæmdu manna er augljóst, að þeir voru ekki sam- taka í verki um árás á Alþingi eða sjálfræði þess og hegðun jjeirra kemst því ekki undir 100. gr. hgl. Engin tilraun var gerð til að ráðast inn í Alþingishúsið og skerða sjálfræði þess eða vinnufrið. Þing- fundum er slitið, þegar langflestir sakborninganna komast í óeirðirnar fyrir tilverknað lögreglunnar. Það er enda upplýst, að 39 andstæðingar Atlantshafsbandalagsins voru á á- heyrendapöllum Alþingis, og þessir 39 menn hefðu getað komið öllu í uppnám inni í þinghúsinu, en þeir voru alveg eins og lömb, af því að ekkert slíkt stóð til. Óeirðir þær, sem urðu fyrir framan húsið voru nánast unglingaóeirðir á almanna- færi, þar til lögreglan gerði sínar fyrirvaralausu útrásir og almenn- ingur hafði líf og limi að verja. Hæstiréttur segir athugasemda laust frá því í forsendum sínum, að formenn þríflokkanna hafi skorað á fólk að koma á Austurvöll, af því að þeir væru uggandi um starfsfrið Alþingis. Og nú er manni spurn: Geta menn kallað saman fólk á stað, sem lögreglustjóri er uggandi um að verði óeirðasvæði og hefur mikinn viðbúnað, látið þetta fólk síðan af- skiptalaust og aðvara það ekki einu sinni, þótt að vitað sé, að það á að fara að berja það kvlfum og kasta á það gasi? Hvaða heimild höfðú þremenningar til að gera þessa liluti, spurði Egill Sigurgeirsson hrl. Hæstiréttur þegir! Og af hverju Jjegir harun? Af því hann er háður Jsessum jrremenningum. Ef bóndi norðan úr Skagafirði færi með skeþnur sínar eins og þremenningar léku fólk J)að, sem J)eir kölluðu nið- ur eftir 30. marz, mundi Hæstirétt- ur láta setja hann í tuglhúsið! Þess er áður getið, að einn maður, Stefán Sigurgeirsson, sem kom á Ausfurvöll að beiðni þessara manna, hefur af Hæstarétti verið dæmdur í 6 mán- aða óskilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum. Hann er rúmlega 50 ára gamall og hefur aldrei gerzt brotlegur við lög. Þann- ig beitir Hæstiréttur refsingum þvert ofan í réttlætistilfinningu þjóðarinnar. Framh. á bls. 22. LANDNEMINN 17

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.