Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 10

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 10
Nýjar bœkur ungra höfunda á Leitið og J>ér munuð finna, — og finna allt annað en búizt var við. Þannig er mörgum ungum lista- mönnum farið: Þeir leggja upp í leit. Fyrst virðist þeim fordæmi Jjeirra, sem farið hafa á undan, vera hið sanna markmið. Allur fjöldinn fylgir því fast eftir, •— það er ótrúlegt, hve ríka áherzlu hann leggur á þetta. —■ En svo kemur eitthvað fyrir — það mætti líkja því við galdur. Af ein- hverjum dularfullum ástæðum er ekki lengur hægt að gegna fvrra boði, gera eins og maður taldi sig vilja og flestir bjuggust við, að maður vildi — nei, ekki eins og ég vil, heldur eins og />að vill, hið skipandi afl, sem tekur að vaxa innra með manni eins og ný samvizka. Ef til vill er þetta sjálf listin; það veit enginn með vissu, en eitt er víst: fáir hlýða, og það er skilj- anlegt, því það er afar erfitt, getur jafnvel kostað lífið. Það er sagt, að við forsmáum náttúruna, að við höfum ekki sam- band við hana, að við sjáum ekki hlutina í kringum okkur. Einnig þetta er misskilningur. Hjá því getur ekki farið, að sérhver sem þroskar lit- og formskyn sitt í verki — þótt ekki sé með öðru en því að vefa teppi eða smíða borðfót — verði næmari eftir en áður. Það dregst frá tjald innra með honum, og því öflugar og innilegar sem hann gengur að verki, þeim mun fleiri tjöld dragast frá, þeim mun magnaðri verður skynjun hans. Þannig sleppur enginn, sem snertir við formi, undan sterkum gripum náttúrunnar — ekki heldur við. Hins vegar er hægt að skoða það, sem fyrir augu ber, á ótal margan hátt, og það virðast menn ekki allt- af athuga sem skyldi. Sumum virðist ógurlegt stökk, jafnvel óbrúanlegt djúp, milli íng- res og Mangelli’s, eða segjum heldur milli Þórarins Þorlákssonar og Hjörleifs Sigurðssonar. En það er Jónas. Bókaílokkur Máls og menningar, hinn þriðji í röðinni, er tvímælalaust merkasti bókmenntaviðburður ársins. Meðal bóka í þessum flokki er frumsmíð Jónasar Arnasonar: Fólk. Jónas Árnason er les- endum Landnemans að góðu kunnur, bví hann stýrði þessu riti i mörg ár með mikllli prýði. Fólk er geðþekk bók, sem hver einasti lesandi Landnemans þyrfti að eignast. Annar fulltrúi ungu kynslóð- arinnar í bókafiokknum er Thor Vil- iijálnisson. Bók hans nefnist Dagar mannsins og er önnur bók höfundarins. 1 Dögum mannsins eru þættir og prósa- ekki nema á yfirborðinu. Að vísu verðum við að taka nýtt mið, en það gerum við oftar en okkur grun- ar. Hugsið ykkur t. d., að við skoð- um blóm og svo stein. Við skiptum um bylgjulengd. Ég er ekki að líkja verkum Þórarins við blómið, Hjör- leifs við steininn, skipa öðrum ofar, hiiium neðar. [ myndlist og náttúru er slík skipun ekki til. Þar er ein- ungis mismunandi raðað, laust, fast, einfaldlega, margbreytilega, J). e. a. s.: þar ræður rytminn, allt er hrynj- andi, án hennar er ekkert líf og eng- in list, aðeins tóm. Myndir okkar reyna venju fremur að benda á þessa vandséðu eigin- leika, röðun og hrynjandi, þ. e. a. s. þeir standa þar naktari en áður, en þeir birtast í öllum góðum myndum. Þannig mun samtalið alltaf bera að sama brunni: Það er eitthvað varanlegt undir yfirborði sérhvers hlutar, þangað sækir öll list næringu sína, þennan varanleik leitast hún við að birta, hún opnar augu okkar fyrir honum. Thor. ljóð eins og fyrri bók Thors: Maðurinn er alltaf einn. Er margt stórvel gert í þessum bókum báðum. Björn Th. Björnsson hefur gefið út Teiknibókina í Árnasafni, einnlg í bókaflokknum. Teiknibókin er einn af dýrgrlpum þjóðarinnar, og er útgáfan henni samboðin bæði að innri og ytri gerö. Kristinn E. Andrésson skilur manna bezt nauðsyn þess að hafa ungu kynslóð- ina með í ráðum og starfi til að forða Máli og menningu frá þvi að verða með aldrinum liflaus stofnun, og mætti sá skilningur viðar ráða. — Guðmundur J. Gísiason, gaf fyrir skömmu út fyrstu bók sína, Síld. Er það skáldsaga er iýsir líf- inu i sildinni á sjó og landi. Er hér fjallað um efni sem íslenzkir rithöfundar hafa lítinn gaum gefið áður. Heíur höf- undurinn hlótið lof fyrir söguna, og er honum spáð góðu. Guðmundur ritar um leikritið ..Lokaðar dyr“ i þetta hefti Landnemans. Gunnar Dal gefur á Þessu hausti út heimspekirit, Fcir spáðu í stjörnurnar, og nýlega er komin út önn- ur útgáfa af ijóðabók hans, Sfinxinn og hamingjan. Helgafell gefur út nú fyrir jólin safnrit er nefnist: Ljóð ungra skálda. Hefur Magnús Ásgeirsson, skáld, vaJið Ijóðin og ritað formála. 1 bókinni eru ljóð eftir 20 höfunda mllli ferming- ar og fertugs, og er að henni verulegur fengur, þótt vafalaust séu hér fleiri kall- aðir en útvaldir, eins og gengur. — Birtingur, sem hóf göngu sina i fyrra, er að koma út með nýju og bættu sniði. ' f í ritstjórn hans eru nú Geir Kristjánsson, Ifanncs Sigfússon, Ilörður Ágústsson, Jón Óskar, Thor Vilhjálmsson og Kinar Bragi. Birtingur flytur aö langmestu leyti etni eftir unga menn um bökmenntir, iistir og önnúr menningarmál. Ritið á sívaxandi vlnsældum að fagna. — Frétzt hefur á skotspónum að von sé í náinni framtið á smasagnasafni eftir Geir Kristjánsson, ljóðabók eftlr Hannes Fétursson og sögu eftir Stcingrím Sigurðsson — kafiar úr henni birtast i þessu hefti Landnemans. Nýiega er komin á markaðinn fyrsta bók Steingríms, Fórur, — safn ritgerða um margvísleg efni. Af þessu stutta yfirliti er ljóst að lítil hæfa er í þeirri staðhæfíngu sumra gam- alla og geðlllra nubba, að æskan sinni minna bókmenntun nú en áður. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.