Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 3

Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 3
LANDNEMINAI Útg.: ÆskulýSsfylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Einar Bragi Sigurðsson. 2. tölublað 1955 9. árgangur T ..í emmsnnni *jaiiin við signrinn66 i Vi&tal viS Ragnar Gunnarsson hafnarverkamann Bagnar. Reykjavíkurhöfn er hjarta viS- skiptalífsins á íslandi, og þar streymir blóð'iS ört um æSar götu og bakka. Þegar svo ber undir er þar líka mesta vinnustöð á Islandi, eins og marka má af því að þegar ég spyr Ragnar Gunnarsson hvort hægt sé að nefna nokkrar tölur um verkamannafjölda viS höfnina, þá svarar hann: Hjá Eimskip munu stundum hafa unniS um 800 manns samtímis, þegar mest hefur verið’ að gera. Og þó eru Eimskip aðeins eitt af þremur skipafélögum sem færa hér varninginn heim og flytja burt okkar eigin framleiðslu í stað- inn, en vissulega liafa Eimskip mest umleikis. En erum viS ekki „mesta verzlunarþjóS heimsins“ — „aS til- tölu við fólksfjölda“? EinhverstaS- ar hefur maSur lesið það. VerkalýSsstéttín er atkvæðamesta stéttin hér á landi sem víðast annar- staðar — við getum kallaS hana ör- lagastéttina: engin stétt ber ábyrgð á framþróuninni í sama mæli og hún. Landnemanum þótti því vel hæfa að hafa tal af einum fulltrúa hennar nú í upphafi hversdaganna að baki jólum. Og fyrir valinu varð Ragnar Gunnarsson, stjórnar- meðili Dagsbrúnar, ungur maður úr Fylkingunni okkar, kunnur um alla borgina fyrir sérlega vaska og rösklega framgöngu í desember- verkfallinu 1952. Hann hefur nú unnið við höfnina um fimm ára skeið: hún er hans vettvangur. Hvernig er búið að ykkur, verka- mönnum við höfnina? ViS höfum VerkamannaskýliS — í einu biðstöð okkar og kaffistofa, en að auki eru nokkrar „kaffistof- ur“ hér og þar í nágrenni hafnar- innar. En allt er það of þröngt, of lítið; og i kaffitímum leitar jafn- an drjúgur hluti verkamanna á sjoppurnar, sem einnig hefur verið komið upp í grenndinni. Verka- mannaskýlið er orðið gamalt hús og illa farið — það eru ekki þrengsl- in ein sem baga. Því er það að mörg undanfarin ár hafa fulltrúar sósíal- ista í bæjarstjórn Reykjavíkur flutt árlega tillögu um byggingu nýs og fullkomins verkamannahúss viS liöfnina. íhaldið í bæjarstjórn hef- ur ævinlega vísað þessari tillögu frá; þar til í haust að málið hafði fengið svo almennan hljómgrunn hjá verkamönnum að þessu auðstétt- arfélagi þótti ráðlegra að sviðsetja dálítið sjónarspil. Gunnar Thorodd- sen var látinn flytja hina margfelldu tillögu sósíalista um byggingu verkamannahúss — og var lnin vitaskuld samþykkt. En þegar íhald- iS lagði svo fram fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár, hafði það LANDNEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.