Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 13

Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 13
og hvarvetna naktir konulíkamir. Konan í nekt sinni — í fjölbreyti- leik uppruna síns — meitluð, mót- uð, máluð. "17" onumyndirnar kallar Elísabet J"'"ýmist Vor eða Ljósþrá eða GleSi í línum eða Huldukonu, og þær heita fleiri nöfnum, ljóðræn- um heitum, og bak við húsið í garð- inum er Ljó'8 til nœturinnar, — í steinsteypu. Við gengum út í garð- inn, og í snjónum þarna um kvöldið var gaman að horfa á, þegar klæð- inu var svift frá myndinni, og 500 kerta rafmagnsperan lýsti líkanið upp: Konu með jarðsítt hár slegið -— hún táknar hina líknandi nótt, þar sem hún horfir niður og er að leggja hönd sína á veruna, sem hvílist að fótum hennar með hönd undir kinn og sefur. 'VT'fir kaffinu er mér tíðlitið á lík- önin. Þetta eru ástríðufullar kon- ur í sérstökum línum, sem streymdu upp, reyndu að brjótast út í duld- um ofsa. Kvenlegur líkami hefur alltaf verið listamönnum óþrjótandi viðfangsefni í listrænni sköpun. Klassisku snillingarnir voru alltaf við sama heygarðshornið, konuna nakta. Þar mýktin í forminu og sveigjanleikinn. Einfaldar, en marg- víslegar línur og fáar fyrirmyndir jafn-nærtækar til þess að þjóna fegurðarskyni og auganu og hjart- anu, til þess að endurspegla lífs- hrifni eða jafnvel söknuð og dýpt tilfinninga á sálrænum fínleik. JFjegar ég mér til gamans spurði Elísabetu um frumsmíðar henn- ar, hvað henni hafi verið tamast að teikna og mála, þegar hún var barn, sagði hún: „Þegar ég var innan tíu ára ald- urs, voru það alltaf prinsessur. Ég byrjaði alltaf á hárinu. Þær voru allar með topp. Mér fannst stund- um nóg, ef ég gat teiknað hárið og Ljó8 til nœturinnar. toppinn, því þá sá ég alltaf and- litið.“ Ég þagði við, hugsaði með mér, að í sál barnsins, litlu telpunnar suður í Fjörunni, hafi prinsessur verið ímynd hins dýrðlegasta, sem til var. Og síðar hafi hafmeyjarnar, huldukonurnar, seiðmeyjarnar kom- ið til skjalanna. Ævintýrin og þjóð- sögurnar innblása tuttugustu aldar konuna ennþá eins og tunglsljós og stjörnubjartur himinn. að er ekkert óeðlilegt, að mynd- irnar séu rómantískar. Einlægt fólk er alltaf rómantískt. Það hef- ur líka heitara hjarta en annað fólk. Listræn kunnátta og tæknilegar að- ferðir skipta minnu en þelið á bak við. Elísabet hefur kennt sér sjálf, hún sér þetta sjálf, — hún er ekki spillt af forfíneríinu og skólunum og sýndinni — og kannski einmitt þess vegna er tilfinning ekki heml- uð af hendinni. Kenndirnar eru frjálsar eins og náttúran sjálf. — Kunnáttan hefur án vafa vaxið með árunum við þjálfun á jafn-erfiðu viðfangsefni og móta tréð og gibsið með kvenlíkamann að fyrir- mynd. spurði hana í þaula og bað hana að sýna mér meira og meira, og hún tók fram staíla af mvndum margra ára undan skáp í stofunni. Þetta voru frumdrættir af líkönum, teikningar fyrir útsaum og fjöl- breytilegar blýants- og sortubleks- myndir. Mér varð starsýnt á eina LANDNEMINN 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.