Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 8
Nokkrar ályktanir XIV. þings Æskulýðsíylkingarinnar
Launctmál kvenna.
XIV. þing Æ.F. heitir á allar ung-
ar stúlkur í landinu að fylkja sér
einhuga um þá kröfu er sett var
fram á kvennaráðstefnu A.S.l. og er
fyrsta skrefið í átt til jafnréltis í
launamálum, að laun kvenna verði
minnst 90% af karlmannslaunum.
Þingið vill ennfremur vekja sér-
staka athygli á þeirri staðreynd, að
farið er í kringum launajafnréttis-
ákvæði launalaga ríkis og bæja með'
því að telja flestar konur, sem að
skrifstofustörfum vinna, skrifara, en
karlmenn bókara. En bókarar bafa
mun hærri ]aun en skrifarar.
Einnig er þeim störfum sem konur
vinna nær eingöngu skipað í fárán-
lega lága launaflokka og má þar fyrst
og fremst nefna hjúkrunarkonur.
Ályktun um húsnæðismctl.
XIV. þing Æ.F. vekur athygli á
því, að ófremdarástand það sem nú
ríkir í húsnæðismálum þjóðarinnar,
bitnar harðast á ungu kynslóðinni.
Þingið lýsir þeirri kröfu sinni að
nú þegar verði ráðizt í það stórvirki
að leysa húsnæðisvandræðin á við-
unandi hátt, en það er skoðun þings-
ins, að það verði ekki gert nema með
félagslegu átaki ríkis, bæjar, lána-
stofnana, félaga og einstaklinga.
Áherzla verði lögð á leiguíbúðir
við hæfi ungs íólks, sem er að stofna
heimili, og við hæfi barnafjöl-
skyldna, sem ekki hafa fjárhagslegt
bolmagn til að byggja þak yfir höf-
uð sér af eigin ramleik.
Jafnframt krefst XIV. þing Æ.F.
þess, að úthlutun lóða undir íbúðar-
húsnæði til þeirra, sem geta byggt
yfir sig sjálfir, sé þegar komið í við'-
unandi horf og lánsfé til slíkra
bygginga sé stóraukið.
Þingið lítur svo á, að það sé á eng-
an hátt réttlætanlegt að kynslóðin í
dag slandi ein undir kostnaðinum af
því íbúðarhúsnæði, sem þörf er fyrir,
og því ber brýna nauðsyn til að þau
lán* sem til slíkra bygginga er út-
hlutað, séu veitt til miklu lengri tíma
en gert er ráð fyrir hjá Húsnæðis-
málastjórn ríkisstjórnarinnar, og
vextir af þeim séu mun lægri.
Ályktun um skemmtanalíf
unga íólksins.
XIV. þing Æ. F. bendir á, að einn
af brýnustu og þýðingarmesiu þáttum
í uppeldismálum þjóðarinnar er að
skapa æskunni skilyrði til heilbrigðs
skemmtanalífs og tómstundalífs. ¦—¦
Stjórnarvöldin og forustumenn æsku-
lýðsfélaga hafa gersamlega brugðizt
unga fólkinu í landinu í þessu tilliti
og sem afleiðing þess er ástandið í
skemmtanalífinu vægast sagt uggvæn-
legt og þróun þess undanfarin ár
ískyggileg.
. .Nœr allir skemmtistaSir í landinu
eru starfrœktir meS gróSasjónarmiSiS
jyrir augum. Af þeim sökum er œskan
ofurseld fégrá&ugum spekúlöntum, ef
hún vill svala heilbrigSri skammtana-
þörf sinni. ÞdS eru undantekningar,
aS skemmtistaSir scu reknir meS vel-
ferS œskunnar fyrir augum. ViS slík-
ar aSstœSur verSur œskan auSveldlega
leidd afvega, og ráSamenn þjó&aririn-
ar viShalda þessari skipan mála meS
því aS neita samtókum œskunnar um
nœga fjárhagslega aSstoS og dSstöSu
til aS hafa á hendi forustu í skemmt-
analífinu. AfleiSing þessa er aukinn
drykkjuskapur unglinga og œsku-
fólks á opinberum samkomum og al-
menn lausung.
Ofan á þetta bœtist, að hinna
óhollu áhrifa af dvöl ameríska inn-
rásarhersins í landinu gœtir mjög
mikiS einmitt í skemmtanalífinu. Hin-
ir erlendu siSspillar þrengja sér þar
inn og rySja afsi&uninni braut méS
œ meiri þunga. Dœmin um hin banda-
rísku siSspillingaráhrif í skemmtana-
lífinu, cinkum í Reykjavík og ná-
grenni, eru deginum Ijósari.
Þetta ástand í skemmtanalífinu er
stórhættulegt. XIV. þing Æ. F. lýsir
ábyrgðinni á hendur ráðamönnum
þjóðarinnar, á hendur þeim sem köll-
uðu hið erlenda herlið inn í landið.
Samtök æskunnar í landinu verða að
spyrna hér við fótum. — Fjórtánda
þingið bendir á, að einmitt samtök
æskunnar geta í þessu efni áorkað
mjög miklu í jákvæða átt, ef þau
snúast til varnar hvert á sínu sviði
og samstilla krafta sína. Um leið og
þingiS þákkar þeim, er þrátt fyrir
hinar erfiðu aðstæður, hafa staðið
fyrir skemmtunum með menningar-
brag, heitir það á öll samtök æsk-
unnar í landinu að taka höndum sam-
an til að vinna gegn siðspillingar-
áhrifum hernámsins og til að skapa
hér heilbrigt skemmtanalíf og býður
fram hönd Æ. F. til samstarfs á þess-
um vettvangi.
8 LANDNEMINN