Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 7

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 7
FYLKINGARFRÉTTIR XIV. þing Æskulýðsfylkingarinn- ar var haldiö í hinu nýja húsi Sósíal- istaflokksins að Tjarnargótu 20 dag- ana 30. september til 2. október. Aðalverkefni þingsins var: að marka starísgrundvöll næsta starfs- árs. Áherzla var lögð á forustuhlutverk Æ. F. í baráttunni gegn hernáminu Og hinum ýmsu hagsmunamálum al- þýðuæskunnar. Þátttaka var góð og voru mættir allmargir fulltrúar deilda utan af landi, en nokkrir komust ekki vegna samgönguerfiðleika. Þrír fullftrúar Sósíalistaflokksins sátu þingið, þeir Einar Olgeirsson, Eggert Þorbjarn- arson og Magnús Kjartansson. Haraldur Jóliannsson, fráfarandi forseti, setti þingið með stultri ræðu. Bauð hann fulltrúa velkomna og hvatti þá til að ræða málin af ein- urð, svo umræður yrðu frjóar og árangursríkar. Þessi voru kosin starfsmenn þings- ins: Forsetar: Guðmundur J. Guð- mundsson, Sigurjón Einarsson og Bjarni Bergsson. Ritarar: Baldur Vilhelmsson, Jóna Þorsteinsdóttir og ísak örn Hrings- son. Fréttaritarar: Ingi R. Helgason og Gunnar Guttormsson. Á þinginu störfuðu þessar fasta- nefndir: Stjórnmálanefnd, félags- málanefnd, laganefnd og uppstill- inganefnd. Þegar kosningu slarismanna og nefnda var Iokið voru fluttar skýrsl- ur deilda og skýrsla sambandsstjórn- ar og umræður hal'nar um þa>r. Síð- an var fundi frestað til laugardags, en þá hófst þingfundur með ávarpi frá Sósíalistaflokknum, sem Eggert Þorbjarnarson flutti. Því næst hófust umræður um við- horf og aðstöðu ungs fólks í land- inu. Voru þær frjóar og kom margt athyglisvert fram, svo sem í sam- bandi við skemmtanalíf unga fólks- ins, aukið.starf méðal verkalýðsæsk- unnar, um húsnæðismál unga fól'ks- ins og hinn sjálfsagða rétt kvenna til launajafnréttis á við karla. Marg- ar ályktanir og tillögur komu fram og hafa sumar þeirra þegar birzt í Þjóðviljanum, en aðrar munu birt- ast í Landnemanum eftir því sem rúm leyfir. Á laugardagskvöldið var fjölmenn kvöldvaka í Þórskaffi. Þar flutti Jó- hannes skáld úr Kötlum stórmerka ræðu, Karl Guðmundsson leikari las upp og sýnd var kvikmynd frá verk- fallinu í vetur. Milli þessara atriða var sungið og var kvöldvakan hin ánægjuleg- asta. Á sunnudag hófst þingfundur kl. 10 og stóð hann til kl. þrjú um nótt- ina með stuttum matar- og kaffihlé- um. Þá flutti Guðmundur Magnússon fulltrúi Æ. F. í Samvinnunefnd ísl. æsku skýrslu sína. Skýrði hann frá þátttöku ísl. æsku í V. Heimsmóti æskunnar, sem haldið var í Varsjá s.I. sumar og öðrum málum, sem nefndin hafði fjallað um. Þá var og rætt um starf og skipu- lag Æ. F. og Landnemann, en grund- völlur umræðnanna voru skýrslur sambandsstjórnar, deilda, ritstjóra Landnemans og reikningar. Stóðu þessar umræSur í'ram á kvöld. Þegar afgreiddar höfðu veriS hin- ar ýmsu ályktanir og tillögur er í'ram komu á þinginu hófst kosning nýrrar sambandsstjórnar. Voru þessi kosin: Framkvæmdanefnd: Forseti: Böð'var Pétursson afgreiSslu- maSur. Varaforseti: Adda Bára Sigfúsdóttir, veSurfræðingur. Ritari: Sigurjón Einarsson stud. theol. Gjaldkeri: Bogi Guðmundsson við- skiptafræðingur. Meðstjórnandi: Jóhannes Jónsson verkamaður: Aðrir í sambandsstjórn: Baldur Geirsson 1. varam. framkv. nefndar. Gísli B. Björnssson 2 varam. framkv.nefndar. Brynjólf ur Vilhjálmsson, Björn Sigurðs son, Einar Gunnar Einarsson, GuS mundur J. Guðmundsson, Guð mundur Magnússosn, Ingi R Helgason, Ingvaldur Rögnvalds son, Jóna Þorsteinsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Kjartan Ólafsson. Varamenn í sambandsstjórn: Sigurður Guðgeirsson, Hannes Vig- fússon, Baldur Vilhelmsson. Endurskoðendu r: Haraldur Jóhannsson og Sigurður Guðgeirsson. Til vara: Isak Örn Hringsson. Vegna fjarveru hins nýkjörna for- seta ávarpaði varaforseti Adda Bára Sigfúsdóttir þingið nokkrum hvatn- ingarorðum og sagSi síSan XIV. þingi ÆskulýSsfylkingarinnar slitið. JóruS Þorsteinsdóttir. LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.