Unga Ísland - 01.11.1911, Page 2
82
UNQA ÍSLAND
Heyr sólroðans barnanna söng,
liinn samstilta ljósengla kliö!
í geisladýrö árbjannans svífur sú sveit
og syngur á jörðina frið.
Og við himneskra hljómgeisla yl
finnur hjartaö Guðs hálægðar til.
Guðin. Guðm.ss.
Friður á jörðu: Paradís.
Hljóðar stara stjörnunætur,
stirnir bjart á freðna ósa,
þögul kvikna þúsund Ijósa,
þytsnögg norðurljósin brenna. —
Hitna mörgum hjartarætur,
heilög nótt að foldu svífur,
vekur hugann, hjartað hrífur. —
Helgan fjálgleik margir kenna
eins og óm frá æskuárum.
Inst úr hjartans dular-geimi
endurminning berst í bárum
bernskunnar úr sælu-heimi.
Jól er hið bjartasta’, er barnshjartað veit,
broshýr og langþráð öllu öðru fremur,
sælasta hátíð í hverri sveit.
Hátíð barnanna, hún kemur!
Ljósblik í skammdegis skuggatjöld
skín yfir jörðu hátt úr stjörnugeimi,
svo sólbjart verður hið svarta kvöld
og sýnir leiðina dauðaþreyttum
heimi: — —
Einmana börnin ráfa raunamædd
á rökkurslóðum, bernsku sinni gleyma,
og skammdegisins skuggar Íífið dylja*
Á dimri nóttu hrökkva þau upp hrædd
og hjálparvana, skortir þrek og vilja,
og þrá þann frið, er æskan átti heima.
Friðvana þjóð, sem veit ei, hvað hún vill,
og velkist sofandi að feigðarósum
í drauma-órum drunganóttu svarta.
Hún grætur þó, er gangan reynist ill
á gönuskeiði eftir villuljósum. —
Hún þráir fríð í fylgsnum insta hjarta!
Hann fæddist
með friðareld í hjarta
sem fátækt barn.
Skjótt glæddist
dýrðarbálið bjarta,
og bjarma sló á
heimsins kalda hjarn.
Pað bál
tók heim í heita arma
og hjaðnar ei.
Mörg sál
þar finnur huggun harma
og hvíld, er brotnar lífsins
veika fley.
Senn börn klappa leikandi lófum,
þá loga öll kerti svo bjart,
og jólglaðar glymja raddir
°g gleyma, að myrkrið er svart: —
— »Friður á jörðu, um fold og sæ
faðmar hvern bæ.
Jesús, Þú ert vort jólaljós!
Drottni sé dýrð og hrós!» —
Hvertfátækt hreysi er höll það kvöld, —
með háum turnum og gyltum svölum
og hvítum veggjum, með heiðblá tjöld
er hver ein sveit í íslands dölum.