Unga Ísland - 01.11.1911, Page 9
UNGA ÍSLAND
mist hefir«,segir gamalt máltæki. — Þann-
ig er og með fósturjörðina. Margur
hugsar oft og einatt svo lítið um það,
fyr en hann er kominn langt Iangt burt
— út í víða veröld. En þá leitar hugur
manns heim aftur með sárum söknuði og
trega. Maður þráir bernskuheimilið og
fósturjörðina, því þar eru allar lífsrætur
manns runnar úr jörðu. /AvVttajörðinni.
Þar litum við fyrst lífsins Ijósa dag og
hlóum og grétum í örmum móður okkar.
Þar hefir pabbi unnið og erfiðað fyrir
mig og þig, uns bakið bognaði, oghönd-
in varð hörð og lúin. Þar hefir mamma
vakað yfir vöggunni, er barnið hennar
var veikt og sent hjartnæmar tára-bænir
á vonarvængjuni upp til Guð-Föðurs —
beðið hann að taka ekki barnið frá henni,
en lofa því að lifa — og verða að góðri
manneskju. — — —
Á einverustundum og andvökunóttum
hefir þetta orðið mér alvarlegt umhugs-
unarefni, er hrifið hefir allan hug minn
og hjarta. Og eg hef orðið þess var,
að öll þau bönd, er tengja mig við fóst-
urjörð mína, hafa orðið æ sterkari og
sterkari. Og það er gamall sannleikur,
að römm cr sú taug, cr rckka dregur,
feðra túna tiU !
Þetta umhugsunarefni hefir varpað birtu
og fegurð yfir sálarlíf mitt — gert mig
betri mann og sterkari og auðugri í anda
þrátt fyrir margskonar andstreymi.
Eg var eigi nema óþroskaður ungling-
ur, nýfermdur, er eg fór að heiman, og
löng og mörg vóru árin átta, er eg
dvaldi erlendis, því æskuheit var þráin er
heim aftur dró, sterkar og sterkar, því
lengra er leið frá. —
Aldrei hafa þessar 100 rnílur yfir haf-
ið verið eins langar og þá, er eg Ioks-
ins var á heimleið. Hringinn í kringum
okkur himinn og haf — stálgljáandi og
blátt, er rann saman langt úti við sjón-
deildarhring. Spegilfögur eyðimörk, enda-
laus á alla vegu. Eimskipið risti hvíta,hvik-
89
ula rák í sæflötinn, og reykurinn lá eins
og svartur risaormur f skjálfandi bugð-
um. Máfar sigldu á hvítum vængjum
og vældu sárt hásum rómi, spegluðu sig
í haffletinum, urðu hrifnir af sjálfum sér,
steyptu sér niður úr háa lofti, svo væng-
broddarnir snertu sjávarflötinn og gerðu
hringi, er smá stækkuðu, — svo hurfu
þeir með hæguin vængjaburði útyfir haf. —
Þrír — fjórir dagar, og hver klukku-
stund endalaus. Á alla vegu gekk hafið
í þungum, reglubundnum bylgjum eins
og alheimsins breiðfaðma brjóst með
djúpum, hægum andtökum. — En svo
var það loksins sólbjarian morgun! —
Eg gleynú því aldrei! Laugaður sólar-
eldi og heiðbláma himinsins reis Vatna-
jökull yfir sjóndeildarhring. Eins og fann-
hvítt ský blikaði hann í fjarska, og þús-
undföld litbrigði, gull, eldur og blóð,
kiftruðu á honum í sólrisu-ljómanum.
Þetta var fyrsta kveðja ættjarðárinnar.
Og kaldur jökullinn hitaði mér um hjarta
Eg hefði getað kyst og faðmað kaldan
ísinn, því hann var þó partur af ættjörðu
minni. Er eg kóm í Iand um kvöidið,
var eg tæplega með sjálfum mér af gleði.
Hér átti jeg hverja þúfu og hvern stein.
— Hver maður talaði íslensku! »Ástkæra.
ilhýra málið« hjómaði sem fegursta söng-
list í eyrum mínum. — Eg varð að hlaupa
upp í fjall, á meðan eimskipið stóð við
og þar kannaðist eg við mig — frá
smalaárunum — í ástsælum faðmi ís-
lenskrar náttúru. Eg hló og grét og
hljóp og stökk af kæti, eg kysti visin
stráin og kalda steinana. Alt sem eg sá
var mitt, mitt alt saman. Eg var kominn
heim aftur í ríki mitt!
Fáeinum dögum síðar varegá leiðinní
heim í sveitina mína. Það var skörnmu
fyrir jól, og eg gekk á skíðum yfir fjall-
ið. Nú stóð eg á háheiðinni.
Kvöld, mánableikt og kyrt. Hátt í
norðri ók »vagninn« águllhjólum sínum.
Skamt fyrir neðan sjöstjörnuna glóði »nauts-
augað« »Alderbaran* rautt og flóttalegt,