Unga Ísland - 01.11.1911, Síða 19
UNGA ÍSLAND
09
augunum sínum dimmu svo skuggalega
út undan sér, og það vareinsog myrkur
í kringum hann. En hinir ailirvoru svo
fagrir, að eg var alls eigi viss um, hver
fegurstur væri. Þeir tveir, er sa'tu sinn
á hvera hönd Jósa, báru þó af hinum.
»Hann verður draumóramaður meðal
mannanna,« sagði höfðinginn, »og getið
þið því vel sagt honum, hverjir þið eruð.«
Þá snéri sér að mér sá, er sat hægra
megin, og eg hallaði mér upp að hon-
um og hló; því það var svo skemtilegt
að horfa á augunhans biáu og glófagurt
hárið og bláa kyrtilinn hans, heiöbláan
eins og himindjúpið sjálft.
»Eg vef gleðina,« sagðihann. Ogsvo
tók hann skytturnar þrjá, er hétu viska,
fegurð og máttur, og óf ódauðlega veru,
er gekk út úr kofanum og inn í fagur-
grænan heiminn og söng fegurstn gleði-
söngva sína fyrir börn niannanna.
Þá kom röðin að honum, er sat á
vinstri hönd Jósa, sem er lífið sjálft. Hann
hafði einnig fagurbjart hár, en augnalit-
inn gat eg ekki séð, því þau ljómuðu
svo skært.
»Eg vef •ka>r/eikann«, sagði hann>
og eg sit næst Jósa hjarta.«
Og svo tók hann skytturnar sínar þrjárj
er hétu viska, fegurð og máttur, og óf
ódauðlega veru sem gekk út úr kofanum
og inn í fagurgrænan heiminn og söng
sólarljóðin inn í mannshjartað.
Þótt eg væri þá eigi nema barn að
aldri, kærði eg mig ekki um að horfa á
hina. Enginn gat verið feguri en hann,
er óf gleðina, og hann er kærleikann óf,
að minsta kosti ekki í mínum augum.
En nú heyrði eg dásamlega og blíða
rödd rétt hjá mér; hún var alveg eins
og fuglakvak og lækjaniður, og einn, er
sat skamt frá mér, lagði mjúka og sval-
andi hendi á höfuðið á mér. Og hann,
sem höndina átti, sagði: »eg vef dauðann,«
og hann, sem var svo raddfagur og söng
við mig, er hinn lagði höndina á höfuð
mitt, sagði: »eg vef svefninn,«
Og þeir ófu með skyttunum sínum, er
hétu viska, fegurð og máttur, og eg var
alls eigi viss um, hvor þeirra væri fegurri,
þvf dauðinn minti mig um kærleikann,
og í augum svefnvefarans sá eg gleðina.
Eg sat enn þá og horfði á hinar dá-
semdarfögru verur, er þessir vefararnir tveir
ófu — svefnvefarinn, hann óf ódauðlega
veru, stjarneygða þögula og hljóða. Og
dauðavefarinn óf blæmjúkt rökkur með
eldsloga falinn í hjartanu.
Heyrði eg þá tvo aðra hinna tólf tala.
Og rödd þeirra var eins og vindblær í
gulum kornakri. Annar þeirrasagði: »eg
vef ástina«. Og er hann talaði, þótti mér
hann vera bæði kærleikurinn og gleðin
og dauðinn og lífið í einu, og eg rétti
út hendurnar í áttina til hans.
»Eg vef mált,« sagði hann og tók mig
og kysti mig. Er Jósa setti mig aftur á
fang sér, sá eg að ástar-vefarinn sneri sér
að hvítum fagurbjörtum manni, er stóð
við hliðina á honum, og Jósa hvíslaði
að mér, að hann væfi œskuna. Eg veit
ekki, hvernig á því stóð, en það var svo
undurfagur hljómleikur þar inni, meðan
þessir tveir vefarar tóku skytturnar sínar
og ófu sína ódauðlegu veruna hvor og
sendu þær út í fagurgrænan heiminn iil
þess að syngja inn í mannshjartað hinn
hreimmikla söng sinn um hamingju og
sælu.
»Jósa,« sagði eg, »eru þeir bræður þínir
allir saman? Allir eru þeir fagrir eins
og þú, og allir hafa þeir i augum sér
ljómann af eldinum hvíta, er eg sé loga
í hjarta þínu.«
En áður en hann gat svarað mér, fylt-
ist kofinn á ný af tónuni. Eg titraði af
sælu, og þessir tónar hljóma mér enn fyr-
ir eyrum þann dag í dag og fylla sál
mína sælu og unaði. Þá varð eg þess
var, að það var hinn sjöundi og áttundi
og hinn níundi og tíundi þessara stjarn-
eygðu Jósa-þjóna er drógu andann í feg-
ursta samræmi, og nöfn þeirra vóru: hlát-
«rs-vefarinn, graV-vefarinn, fjálgleiks-vzfar-