Unga Ísland - 01.11.1911, Page 20
UNGA ÍSLAND
100
inn og friður-\efarinn. Þeir stóðu allir
upp og kystu mig.
»Við skulum vera með þér fram að
Ieikslokum, Art litli«, sögðu þeir. Og
eg tók í hönd einum þeirra og sagði í
bænarróm: »Verið þið líka með henni
mömmu?«
Þá svaraði hann, er óf grátinn: »Það
skal eg gera alla hennar æfi«.
Og eg sá, að hann tók skytturnar sínar>
er alt af vóru þær sömu, en þó aldrei
eins, og óf ódauðlega veru. Oggrát-vera
þessi gekk út úr kofanum og söng sorg-
blíð og grátnijúk ljóð, og mér heyrðist
það vera alveg, eins og móðir mín væri
að syngja, og eg kallaði á eftir verunni.
Hún sneri sér við og veifaði til mfn.
»Eg skal aldrei vera langt fjarri þér, Art
litli,« sagði hún og var eins mjúkmál
og sumarregn í grænu laufi, »en nú
verð eg að fara og finna mér bústað í
öllum konuhjörtum.«
Nú vóru að eins eftir tveir þessara tólf,
er eigi höfðu enn ofið ódauðlegar draum-
verur. Aldrei gleymi eg gleði minni, er
eg leit á hann, sem röðin var nú komin
að, og horfði stjörnuaugum sínum á Jósa,
sem er lífið sjálft. Hann tókskyttur sín-
ar þrjár, er heita viska, fegurð og máttur»
og hann óf regnboga-ský þar inni í kof-
anum. Og þvílíkur ljómi af ljósi og Iit-
um fylti nú kofann, að jafnvel sá tólfti,
skuggalegi, leit upp og brosti.
»0, nei, o, nei, hvað heitir þú?« spurði
eg og teygði armana til þessa skínandi
vefara. En hann heyrði ekki til mín, svo
mjög var hann sokkinn niður í starf sitt.
Hann óf hvern regnbogann á fætur öðr-
um og sendi þá alla út í fagurgrænan
heiminn, svo að börn mannanna gætu
ætíð haft þá fyrir augum.
»Það er hann, sem vefur vonina,* hvísl-
aði Jósa niac Dé að mér, »hann er sál
allra hinna, sein hér eru.«
Þá sneri eg mér að hinum tólfta og
sagði:
»Hver ert þú, sem situr þarna með
skugga utan um þig?«
Hann svaraði eigi, og það varð dauða-
þögn í kofanum. Allir þeir, er inni sátu,
litu niður og þögðu, — allir saman nema
hann, er óf vonina; nú óf hann fagran
regnboga, og hann sveif beint inn í hjarta
þessa einmana vefara, er var sá tólfti í
röðinni.
»Hvaða maður er þetta, Jósa mac Dé?«
hvíslaði eg.
»Svaraðu barninu,« sagði Jósa og var
svo sorgbitinn og dapur í málrómnum.
Þá sagði vefarinn:
»Eg vcf heiður — — —,« tók hann
til máls. En Jósa Ieit á hann, og þá
þagnaði hann.
»Art, drengurinn minn litli,« segði frið-
arhöfðinginn, »það er hann, sem sífelt
svíkur mig. Það er Júdas, sem vefur
hugleysið.«
Þá tók skuggamaðurinn upp skytturnar
þrjár, er lágu fyrir framan hann.
»Hvaða skyttur eru þetta,Júdas?« hróp-
aði eg forviða, því eg sá, að þær vóru
svartar.
Hann svaraði mér engu, en einn hinna
tólf hallaði sér áfram og liorfði á hann.
Það var hann, sem óf dauðann.
»Skytturnar hans Júdasar, sem vefur
bugleysið, Art, drengurinn minn litli,«
sagði dauðavefarinn, »heita spott, örvænt-
ing og gröf.«
Þá stóð Júdas upp og gekk út. En
vera sú, er hann hafði ofið, fylgdi hon-
um eftir sem skuggi hans. Og þau gengu
bæði út í dimman heiminn og inn í
hjörtu mannanna og sviku Jósa, friðar-
höfðingjann.
Nú stóð Jósa upp, tók mig við hönd
sér og leiddi mig út úr kofanum. Eg
leit við og sá þá engan hinna tólf, nema
hann sem óf vonina. Hann sat kyr og
söng Ijóð, er hann hafði lært af honum,
er óf gleði. Hann sat í miðju skýi úr
skínandi regnbogum og óf litskraut, eins
fagurt og sjálfa morgunsólina. — —
Loks vaknaði eg aftur í fan;i móður
minnar, Hún var að gráta, og tár henn-