Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 27 ,,Hvert er ferðinni heitið?“ spurði hann. „Hvert sem vera skal, en líklega helst til borgarinnar þarna“. „Á, þangað! Ef þú átt ekki brýni erindi í það bannsett bæli“, sagði öld- ungurinn með fyrirlitningarsvip, „þá ræð jeg þjer til að fara heldur hina Ieiðina“. „Það skiftir engu máli fyrir mig hvort jeg fer þessa leiðina eða hina“, sagði Pjetur og hnykti til höfðinu, svo að Iokkarnir flöksuðust til. „En fyrst þjer segið, að betra sje fyrir mig að fara aðra leiðina en hina, þá er jeg fús á að fara þá leið“. „Og án þess að spyrja hvers vegna sje betra að fara þá leið“, spurði öld- ungurinn og virti Pjetur fyrir sjer. „Þjer eruð gamall maður og vitið meira en jeg. Auk þess býst jeg við, að þjer viljið mjer vel“, sagði Pjetur. „Þú ert skynsamur og vel upp alinn drengur, sem bæði er kurteis og fer að ráðum eldri manna. Sjáðu hvernig jeg lit út! Og farðu svo ekki til þessarar borgar fyr en þú mátt til“. Pjetur lyfti húfunni og bjóst til að leggja af stað. „Jeg ætla að ganga með þjer spotta- korn og skrafa við þig“, sagði gamli tnaðurinn. „Á jeg þá ekki að Dera baggann yð- ar á meðan. Mjer sýnist hann þungur, og þjer eruð áreiðanlega þreyttur“. Öldungurinn horfði lengi á drenginn. ■Síðan staðnæmdist hann, lagði höndina á öxl honum og mælti: „Jeg hefi ekki fyr hitt ungan mann, sem hefir viljað ljetta af mjer byrði minni. Þú hefir hjartað á rjettum stað, drengur minn, en baggann minn get- ur þú ekki borið“. Pjetur hló. „Jeg hugsa að jeg hafi nú einhvern- tima borið þyngra en þetta“, sagði hann og greip til baggans. En byrði gamla mannsins hreyfðist ekki hið minsta. „Þarna sjerðu, drengur minn. Þessi byrði tilheyrir mjer og jeg losna ekki við hana fyr en æfi minni lýkur“. Pjetur starði á förunaut sinn. „Jeg skil yður ekki“, sagði hann. „Nei, til þess ert þú of ungur. En lífið sjálft mun síðar koma þjer i skilning um, að hver hefir sina byrði að bera, þunga eða ljetta eftir atvikum. „Hvers vegna?“ spurði Pjetur. „Þvi get jeg ekki svarað. En það get jeg sagt þjer, að þú hefir ljett af mjer nokkrum hluta byrðar minnar — svo að mjer finst hún Ijettari heldur en hún hefir verið um langan tíma. ,,Jeg!“ sagði Pjetur fullur undrunar. „Jeg, sem ekki fæ að bera hana fyr- ir yður“. „Nei, en af því að þú vildir gera það, Ijettir þú af mjer nokkru af þunga hennar“. „Ef svo er“, sagði Pjetur glaður í bragði, þá vildi jeg gjarnan losa yður við meira af þessari byrði“. Og hon- um til mestu undrunar gekk nú föru- nautur hans miklu rösklegar en áður og döpru augun hans ljómuðu. „Guð launi þjer, drengur minn! Með- auinkvun er enn þá til í heiminum. Nú kemur þú bráðlega að öðrum vega- mótum, og skal jeg nú gefa þjer gott ráð áður en við skiljum. Trúðu ekki öllum, sem fagurt mæla. Ef þig þyrst- ir og einhver býður þjer drykk, sem þú ekki þekkir, þá skaltu tortryggja bæði drykkinn og þann, sem býður þjer hann. Vertu sæll, drengur ininn!"

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.