Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 8
32 tJ N G A ÍSLAND ,,Jeg ætla að verða góð við þig, svo þú hættir að gráta og verðir aftnr glöð. Jeg ætla aldrei að vera löt og óþæg framar. Jeg ætla alt af að gera það, sem þú segir mjer mamma, því að nú þykir mjer svo vænt um þig“. Nú gat móðirin ekki varist því að hrosa í gegnum tárin. Og Rögnu litlu sýndust tárin hennar blika og ljóma eins og stórar skínandi stjörnur. Upp frá þessuin degi varð hún að nýju og hetra barni. Hún lifði til þess að gleðja móður sína. í hvert sinn, þegar hún sá stjörnurnar á kvöldhimninuin, hugsaði hún: „Tárin hennar mömmu“. Og þá mintist hún, hverju hún hafði lofað möinmu sinni. Oftar en einu sinni hafði móðirin sagt við Rögnu litlu, að hún væri eina yndið sitt. Og hún hafði einnig sagt, að sjer- hver raun, sem kynni að koina, mundi ekki valda henni harma, á meðan hún hefði Rögnu litlu hjá sjer og vissi, að henni þætti vænt um sig. Ragna litla óx og varð stór stúlka. Hún klæddist síðum kjól og hafði sítt og mik- ið hár, sem fór vel og þótti hin mesta kvenprýði. En nú tók móðir hennar sótt og andað- ist. Áður en hún gaf upp andann. hafði hún sagt, að þrátt fyrir alla sorg og mæðu, hefði lifið orðið yndislegt, sökum þess, hvað Ragna var góð og elskuleg stúlka. Nú liðu mörg ár. Ragna hafði einnig orðið fyrir djúpri sorg. Og hún reikaði nú inn í svefnherbergið sitt, til þess að sefa harma sína og gráta þar í einrúmi. Eftir iitla stund komu börnin hennar þangað inn. Þau röðuðu sjer með tárin í augunum í kringum hana, hrygg og ráðþrota yfir sorg hennar og harmi. Þau kystu hana og tjáðu henni, hvað þeim þætti vænt um hana. Og þau sögðust upp frá þessu skyldu verða miklu betri mömmubörn en áður. Hún sat og hlustaði á þessi vin- gjarnlegu orð og atlot harnanna sinna. En við það sefaðist harmurinn, tárin þornuðu og Jiros ljek um andlitið. Hvílík hamingja að eiga þessi yndis- legu börn! Hversu huggunarríkt að sitja þarna og horfa á þau! Og ást hennar varð enn meiri en áður. En nú mundi hún alt í einu eftir móður sinni. — Nú fyrst skildi hún sorg móður sinnar. Nú gat hún þreifað i sinn eiginn barm og sett sig í hennar spor. Og nú skildi hún einnig, hversu mikla hugg- un hún hafði veitt móður sinni þegar sorg hennar var þyngst og mest. Þetta hafði hún ekki skilið fyr. Nú skildi hún það — nú, þegar henn- ar eigin börn hugguðu hana. Ó, hvað hún var glöð yifr þvi, að hafa getað glatt móður sína í raun- um hennar! Hvílíkt lán að mega lifa mömmu til gleði og ánægju! Rögnu hitnaði um hjartaræturnar, þegar hún hugsaði um þetta nú. Já, það er mála sannast, að jafnvel minstu góðverk mannanna vaxa og bera ávöxt, fyr eða síðar. Á sínum tíma munt þú undrast og gleðjast yfir þeirri reynslu þinni: Að alt það gott, sem þú gefur öðrum, færðu aftur margborgað. Þegar Ragna kom út og sá heiðan kvöldhimininn alsetlan blikandi stjörn- um, lnigsaði hún eins og áður: Túrin hennar mömmu. En hún mintist þess þá einnig, að hún hafði fengið möminu sína til að brosa í gegn um tárin, vona og trúa —• einmitt eins og hún sjálf nú brosti, vonaði og trúði. ísak Jónsson Þýddi og frunisamdi.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.