Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 4
28 UNGA ÍSLAND Þeir tókust í hendur, og síðan hjelt hvor sína leið. Pjetur hjelt áfram göngu sinni hvíldarlaust. Hann hugsaði til móður sinnar, sein hann hafði yfirgefið ald- urhnigna og sorgbitna fyrir nokkrum dögum. Að vísu liafði hann farið að heiman hennar vegna, í því skyni að koma aftur sem mikill m.aður. En nú fann hann greinilega, að hann hafði einnig farið sjálfs sín vegna. Lífsþorst- inn, útþráin hafði gripið hann sterk- um tökum, eins og svo marga aðra. Alt i einu hrökk hann upp frá hugs- unum sínum. Hann var kominn á vegamótin, sem gamli maðurinn hafði minst, á. Og þar var kominn annar ferðalangur. Ekki gamall og lotinn, lieldur ungur og kvikur í hreyfingum. Lífsgleðin skein út úr þessum manni. Hann var vel klæddur og Ijeltur í spori. „Halló, ungi maður! Hvert skal halda?“ Pjetur lyfti húfunni, en varð seinn til svars. Hinn hreyfði ekki við húfu sinni, en ítrekaði spurninguna. „Nú, nú, hvert er ferðinni heitið?“ „Jeg veit ekki. Eitthvað út í heim- inn“, svaraði Pjetur. „Gott og vel. Jeg skal verða þjer samferða. Hjerna liggur leiðin mín. Þá leið kjósa ungi'r menn sjer helst að fara“. „Hvers vegna?“ spurði Pjetur. „Er það nú spurning“, sagði ungi maðurinn og skellihló. „Það er vegna þess, að þar á lífsgleðin heima, skemt- anirnar, nautnirnar". „Hver ert þú?“ spurði Pjetur. „Förunautur, sem æskan ann. Þeir sem fylgja mjer eru jafnan áhyggju- lausir og njóta lifsins í ríkum mæli. „Vertu sæll“, sagði Pjetur. „Jeg kýs heldur að ferðast einsamall“. „Þú þiggur að minsta kosti hress- andi svaladrykk áður en við skiljum. Veðrið er heitt og þú hefir fulla þörf fyrir drúkkinn“. Hann dró upp úr vasa sínum snotra flösku og lítið glas. Siðan fylti hann glasið. Drykkurinn freyddi og glitraði í glasinu. „Gerðu svo vel!“ „Nei, þökk fyrir“, sagði Pjetur. „Jeg veit ekki hvaða drykk þú býður mjer, en kalt vatn er hesti drykkurinn, sem jeg þekki“. Hann sneri við og hjelt leið- ar sinnar. „Heimskingi!“ kallaði ungi maður- inn á eftir honum. „Það verður svo að vera“, hugsaði Pjetur og lijelt áfram. Þreyttur og svangur náði hann að lokum heim á stóran húgarð, bað þar að selja sjer matarhita og gistingu og fjekk hvorl- tveggja. Síðan var honum boðið að dvelja þar um tima, ef hann vildi hjálpa til við vinnuna. Hann skyldi fá eitthvert lítilsháttar kaup. Það var ekki um annað að gera fyrir Pjetur en að taka þessu hoði í bráðina. Bóndi komst fljótt að raun um, að Pjetur var ólatur og verklaginn, og hann vildi gjarnan ráða hann hjá sjer sem ljettadreng. En það vildi Pjetur ekki. Hann kvaðst vera ráðinn í að læra eitthvert handverk, ef hann mögu- lega gæti, helst járnsmíði. Þá sagði bóndinn honum, að þar í grendinni væri járnsiníðaverkstæði, og þar mundi hann geta fengið að læra. Járnsmíða- meistarinn, sem þar rjeði fyrir, væri bet- ur að sjer í iðn sinni en nokkur annar. „Þá skal jeg verða keppinautur hans“, sagði Pjetur í gamni.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.