Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 14
38 UNGA ÍSLAND um með mat og drykk, og síðan látið hann hátta í gott rúm. Kalla fanst einstaklega notalegt að hátta í þetta góða rúm og vera nú aftur kominn til siðaðra manna. „Hvar er strákurinn?“ spurði Norð- fjörð, þegar hann kom heim. „Hafðu lágt“, sagði konan, „Kalli sefur“. „Sefur? Vektu hann þá!“ Norðfjörð var enn þeirrar trúar, að Kalli hefði numið Söru á brott. Hon- uin fanst eðlilegt, að hann væri kom- inn al'tur. Hann hefði sjálfsagt orðið þreyttur á að ráfa með barnið um skóginn og orðið feginn að snúa heim aftur. Norðfjörð fann að vísu, hvað þetta var alt saman ólíklegt. En hann vildi ekki trúa öðru fyr en hann fengi fulla sönnun fyrir þvi, að sjer hefði skjátlast. Kalli var nú vakinn og látinn koma út. „Segðu nú alla söguna, karl ininn, og dragðu ekkert undan. Annars skaltu eiga mig á fæti“, sagði Norð- fjörð. „O, sei, sei, já“, sagði Kalli og glotti drýgindalega. „Jeg skal ekkert draga undan“. Síðan sagði hann skýrt og skilmerki- lega frá öllu, sem á dagana hafði drif- ið frá þvi hann lá andvaka siðustu nóttina á Húsabæ, þar til hann hóf hringinguna miklu um morguninn. Norðfjörð þurkaði augnakrókana með handarbakinu. Síðan tók hann í höndina á Kalla: „Þú ert fyrirtaks drengur, Kalli“, sagði hann. Og hann tók Kalla í fang sjer og kysti hann eins og faðir kyssii son sinn. „Jeg get ekki þakkað þjer eins og vert væri“, sagði hann. „En ef þú vilt setjast að hjerna hjá okkur hjónunum, þá er þjer það velkomið. Og þú skalt ekki búa við sömu kjör og venjulegir Ijettadrengir. Þú mátt kalla mig „pabha“ ef þú vilt“. „Og mig mömmu“, bætti frú Norð- fjörð við. Kalli horfði á þau til skiftis um stund. Síðan greip hann um hendur þeirra og mælti: „Jeg þakka ykkur fyrir“. Nokkrum dögum síðar fór Norðfjörð til borgarinnar, talaði við kennara Kalla og sagði frá þvi, sem gerst hafði. Það varð að samkomulagi AÚð „frænku“, að Norðfjörð tæki við drengnum fyrir fult og alt. „Þjer getið gjarna tekið hann mín vegna“, sagði hún. „Hann hefir aðeins verið mjer til þyngsla“. „Og jeg mundi ekki láta hann frá mjer þótt mjer væri boðið jafnvægi hans í gulli“, sagði Norðfjörð. „Alt er gott þegar endirinn er góð- ur“. Þarna fjekk Kalli gott heimili og ágætt uppeldi. Þegar hann hafði feng- ið nægan þroska var hann látinn ganga í húnaðarskóla, og hann varð með timanum duglegasti bóndinn í sveitinni. Þótt það heyri raunar til annari sögu má vel geta þess hjer, að ridd- arinn, Karl frá Kúluhorg, sem frels- aði prinsessuna úr trölla höndum, fjekk hana að lokum fyrir konu, og síðan alt kóngsríkið, sem kallaðist Húsahæjar-óðal. Það sakaði ekki hið minsta þó að Kalli Kúla væri tólf ár- um eldri en Sara kona hans. * Endir.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.