Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 37 Dísa játaði því, rjóð og niðurlút. „En hvað ætlaðir þú að gera með blómin?“ „Mamma ætlaði að hafa þau á borð- inu í gestastofunni“, sagði Dísa. „Jæja, stúlka litla. Þú veist víst ekki að allir litlu blómálfarnir mínir hafa hver sinn sjerstaka blómareit að ann- ast um og hlúa að. — Og „hvar sem litið lautarblóm langar til að gróa“, þangað kemur blómálfur og hjálpar því el'tir mætti til að verða stórt og fallegt. —- Hvenær sem þú slítur hlóm þá hryggir þú einhvern blómálfinn, ef til vill dóttur blómakongsins, eins og í dag, þegar þú sleist upp fallegustu hlómin, sem hún hafði ræktað. — ()g segðu móður þinni, að mesta heim- ilisgleðin og heimilisprýðin sjeu ekki þau blómin, sem slitin eru af rót sinni úti í sumarblíðunni og horin inn í hálf- dimmar stofur til að visna þar og deyja, — heldur blómin, sem liún ræktar sjálf — börnin hennar, þegar þau eru glöð og góð, eins og blómin, sem hlæja við sólinni hjerna í brekk- unni. — Gleymdu svo ekki orðum minum, stúlka litla, þá munu blómin verða þjer að mestri ánægju“. — Dísa sá bláu skikkjuna blómálfa- kongsins hverfa milli skógviðarrunn- anna. Þá lagði hún handlegginn um hálsinn á dóttur konungsins „Jeg skal ekki slíta blómin þín, litla stúlka. En getur þú svo fyrirgefið mjer?“ sagði hún. Það var auðsótt mál. Og þær voru báðar kátar litlu stúlkurnar, þegar þær litlu seinna sátu saman í litla sumar- húsinu, sem dóttir blómakongsins átti þar i hlíðinni. Það var með hvítum veggjum og þakið var eins og blóm af sóley á hvolfi. Inni voru stórir ljósa- stjakar — eins að lit og lögun sem fegurstu liljur. Og stólarnir, sem þær stallsysturnar sátu i, voru eins og rós- arldöð. — En þetta fallega, litla sum- arhús sjá engir nema bestu vinir kongsdótturinnar. — Disa færði möinmu sinni engin blóm þennan dag, en hún sagði henni frá ðllu, sein hún hafði heyrt og sjeð uppi i brekkunni. — Síðan hefir hún aldrei leikið sjer að því að slíta upp blómin, því hún veit að þá fer einhver blóm- álfurinn að gráta. — En ef hún sjer blóm, sem einhver hefir stigið ofan á, þá reynir hún heldur að hjálpa þvi til að rjetta sig aftur upp i sólarljósið; hún veit, að það mundi dóttir blóm- álfakongsins gera í hennar sporum. — Og hana langar til að öll börn hafi meiri gleði af að hjálpa blómunuin til að lifa og þroskast — heldur en að ræna þau lífinu, ef til vill þegar þau eru að heilsa sólinni í fyrsta sinni. Þ. J. (Saga frá Suiþjóð). (Niöurl.). XII. Kalli eignast nýtt heimili. Mennirnir, sem til skógarins fóru, komu ekki heim aftur fyr en síðari hluta dags. Eldurinn hafði ekki feng- ið ráðrúm til að magnast mikið, og þeim hafði tekist að slökkva hann að fullu. En þeir þorðu ekki að yfirgefa skóginn fyr en full vissa væri fyrir þvi, að hvergi leyndist neisti. Þegar Norðfjörð kom heim var Kalli sofandi. Húsfreyjan hafði fagnað hon-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.