Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 39 Skemtiför. Það var á laugardagskvöldi, að sumri til. Fólkið á Hóli ætlaði að fara að hátta, þreytt eftir erfiði vikunnar, en þrátt fyrir það kátt og ánægt. Það var nú lika ástæða fyrir fólk- ið til að vera glatt, því að daginn eftir ætl- aði það flestalt, ásamt öðru sveitafólki, skemtiför upp til heiða. Sunnudagsnóttin læðist hljóð yfir dalinn, og áður en varir eru allir fallnir i fasta svefn. Arla næsta morgun vaknar fólkið á Hóli. Og nú flýta allir sjer á fætur, til að verða sem fyrst búnir að morgunverkum. Veður var hið fegursta. Sólin skein glatt, fuglarnir voru farnir að syngja. Nú stendur reykurinn á bæjunum beint upp i loftið, og gamalt orðtæki segir, að það viti á gott. Nú fer fólkið á Hóli að húa sig. Spariföt- in eru sótt inn í skáp og ofan í skúffu. Tveir drengir eru sendir af stað að leita að hross- um, og koma þeir aftur von bráðar. Er nú farið að leggja á hrossin, kvatt og riðið af stað. Þegar komið var fram að fremsta bænum í dalnum, fór ferðafólkið af baki og lofaði hestunum að blása. Var þá saman kominn töluvert stór hópur af fólki. Brátt var haldið af stað aftur. Allstaðar var nú masað og lilegið. Þá stakk einhver upp á þvi, að sungið væri eitt lag. Karlar og konur, ungir og gamlir, hófu upp raust sina og sungu: „Hjer andar Guðs blær, og hjer verð jeg svo frjáls‘“. En er lagið var á enda, fór fólkið að láta hestana spretla úr spori, og brátt var það komið á áfangastaðinn. Þegar þangað var komið, fóru allir af haki. Karlmennirnir spretlu af hestunum, fluttu þá i hagann, og heftu þá þar. Tveir drengir voru fengnir til að gæta þcirra til skiftis. Á meðan piltarnir fluttu hrossin, fór kven- fólkið úr reiðfötunum og lagaði sig til. Staðurinn, þar sem fólkið kom sairian, var mjög fagur. Þar var liiminblátt stöðuvatn, og í því miðju var hólmi nokkuð stór. I hólm- anum spruttu flestar „íslenskar skógjurtir og mikið gras. Þar var og bláberjalyng. Litlir spörfuglar sátu syngjandi í greinum trjánna, og fjöldi var þar suðandi og fljúgandi skor- dýra. Umhverfis vatnið voru rennisljettar, breið- ar flatir. Þar utan við voru mýrar og flóar, og þar voru hross ferðafólksins á beit, Fagurblá fjöll sáust i fjarlægð og jók það á fegurð útsýnisins. Þegar piltarnir voru búnir að flytja hross- in, var róið í tveim bátum fram i hólmann. Fólkið fór nú að skoða sig um, og þótti þarna mjög fagurt um að litast. Það gekk um hólmann í smáhópum og talaði saman. Börnin tóku upp bauka og fötur, og fóru að tína ber. Fullorðna fólkið fór að dæmi unglinganna, og tindi ber upp í sig. Eftir nokkra stund var róið til lands. Þá fóru nokkrir ungir menn að glíma á flötun- um og þótti fólkinu það ágæt skemtun. En börnin söfnuðust saman og fóru í lilaupa- leiki. Þegar piltarnir höfðu glimt um stund, urðu þeir móðir og þurftu að taka sjer livild. .Sið- an risu þeir upp aftur, og hófu knattspyrnu, og ljeku þann leik lengi, en kvenfólk og eldri menn horfðu á. Þá er honum var lokið, var aftur róið til hólmans, og settist þá allur hópurinn að snæðingi. Mjólkurflöskur, smurðar brauðsneið- ar, jólakökur og kleinur, alt þetta var tekið upp úr töskum ferðafólksins. Þegar snæðingi var lokið, hjeldu tveir snjall- ir ræðumenn fjörugar og skemtilegar ræður. Að þeim loknum klappaði allur mannfjöld- inn lof i lófa. Á eftir ræðunum voru sungin mörg ættjarðarkvæði. Allir, sem nokkuð gátu, sungu nú „hver með sínu nefi“. Dagur var nú að kvöldi kominn og fór fólkið að húa sig undir heimförina. Var nú róið burt úr hólmanum. Stúlkurnar fóru í reiðfötin meðan piltarnir sóttu lirossin og lögðu á þau. Reið nú allur hópurinn heimleiðis. Þá er komið var ofan i sveitina, þakkaði hver öðrum góða skemtun, kvaddi og reið heim. Þegar fólkið á Hóli kom heim, gekk það í hæinn og lieilsaði. Svo fóru stúlkurnar í fjósið og mjólkuðu kýrnar. Piltarnir sprettu af hestunum og ráku þá upp fyrir tún. Eldri systkinin liöfðu nóg að segja yngri systkin- um sínuin og hinu fólkinu, er lieima var, frá ferðinni. En er komið var úr fjósi, var horð- að og síðan háttað. Og fólkið dreymdi auð- vitað ekkert annað alla nóttina, en um hinn gleðirika dag, cr Jiá var á enda. Eftir 11 ára stúlku.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.