Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 6
30 UNGA ÍSLAND þeim inn í stóran sal, en þar sat kon- ungur í dýrindis stól. Þar var inni stórt borð alsett dýrindis rjettum, og inargar tegundir vína voru þar í skraut- legum flöskum. Þar var einnig ein vatnsflaska. Smiðirnir hneigðu sig og beygðu fyr- ir konunginum og tók hann því ljúf- mannlega. Síðan bað hann þá að setj- ast við borðið. Þjónarnir voru þeim til aðstoðar, en sjálfur borðaði konung- urinn ekki neitt. Pjetri þótti þetta alt undarlegt og borðaði lítið. Hann sá að hinir smið- irnir borðuðu með bestu lyst, og smökkuðu hjer um bil alt, sem þeim var boðið. Og víninu gerðu þeir ekki síður góð skil. Þegar þjónarnir aitluðu að hella vini í glasið hans, afþaklcaði hann og bað um vatn. Smiðirnir tveir hlóu ofan í bringu sína að þessum sveitalega mötunaut, sem auðsjeð var að ekki kunni sig hjá heldra fólki. En konungurinn kinkaði kolli. Þetta líkaði honum. Máltíðinni var nú lokið og gestirn- ir stóðu upp frá borðinu. Þá opnuðu þjónarnir dyrnar og þrír örkumlamenn komu inn. Einn þeirra var haltur og gekk við hækju. Annan vantaði hægri handlegginn, en sá þriðji var blindur. Veslingarnir þrír hneigðu sig og beygðu fyrir konungi landsins. „Setjist við borðið, kæru vinir! Jeg ætla að halda ykkur gildi, eins og þið sjáið, og jeg ætla sjálfur að vera við- staddur til að fullvissa mig uin, að þið verðið ánægðir. — Þið verðið að bíða ofurlitla stund“, sagði hann síðan við keppinautana þrjá. Smiðirnir tveir, sem þóttust kunna sig í sölum konungsins, gengu afsíð- is út að glugga og fóru að hvíslast á um þessa undarlegu gesti og um próf- ið, seni þeir áttu að ganga undir, þegár þessu væri lokið. Pjetur hafði staðnæmst í nánd við borðið. Hann horfði á þessa vesalinga og kendi í brjósti um þá. Það leit út fyrir að þjónarnir hefðu gleymt blinda manninum. Hann sat við borðið og hafðist ekki að. Pjetur horfði á hann og leit siðan spyrjandi augum á kon- unginn. „Leyfir yðar hátign —“ Konungur- inn kinkaði kolli og brosti vingjarn- lega. Pjetur hraðaði sjer til blinda mannsins og aðstoðaði hann við borð- ið með mestu þolinmæði. Meðan á því stóð gleymdi hann bæði keppinautun- urn og sjerstaka prófinu. Örkumlamennirnir þrír voru nú saddir og stóðu upp frá borðinu. Kon- ungurinn Ijet nú gefa þeim peninga, en þeir hneigðu sig djúpt og þökkuðu konungi sinum velgerðir hans. Nú hringdi konungur og jafnskjótt fyltist salurinn af skrautbúnum hirð- mönnum. Konungur mælti: „Hjer sjáið þið nú járnsmíðameist- arana þrjá, er smíðað hafa gripina, sem þið hafið sjeð mig velja úr hund- ruðum gripa. Þeir hafa nú þegar geng- ið í gegnum tvo þætti þess prófs, sem jeg ætlaði þeim. Þeir vita ekki sjálf- ir, að þeir hafa verið að leysa af hendi próf. Það getið þið sjeð á vandræða- .svipnuin á andlitum þeirra“. Konungurinn sneri sjer nú til keppi- nautanna þriggja, sem ekki vissu hvað- an á sig stóð veðrið. „Misvirðið ekki, herrar mínir! Þetta varð svo að vera“. Hann benti síðan á Pjetur og hjelt áfram:

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.