Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 16
40 UNGA ÍSLAND Hvor var hyggnari? Axel og Marteinn liöfðu tekið að sjer að bera sína steinahrúguna hvor að húsi, sem verið var að byggja. Þegar Axel var nýlega byrjaður á verkinu, sá hann að einn steinninn í hrúgunni var hæði stór og þungur, og hann vissi að það mundi kosta sig mikla áreynslu að koma honum þangað sem hann átti að fara. Hann ljet því steininn eiga sig, en bar fyrst þá sem Ijettari voru og auðveld- ari viðfangs. Hann vissi samt, að stóri steinninn varð líka að komast á ákveð- inn stað, og tilhugsunin um það gerði lionum vinnuna leiðinlegri og dró úr honum viljann. Þegar stóri steinninn var einn eftir sá Axel að ekkert undanfæri var lengur. En nú var hann orðinn þreyttur og viljalaus, og hvernig sem hann bisaði við steininn kom hann honum ekkert áleið- is og varð að gefast upp. Hann hafði tekið að sjer að bera alla hrúguna fyrir ákveðna horgun, en af því hann gat ekki staðið við þá samninga fjekk hann ininna kaup en um hafði verið talað. Marteinn hagaði verki sínu á annan veg. í hans hrúgu var líka stór steinn, sem varla var eins manns meðfæri. Marteinn hugsaði með sjer, að best væri að ljúka erfiðasta hluta vei’ksins meðan hann væri óþreyttur. Hann byrj- aði því á að fást við stóra steininn og hætti elcki fyr en hann hafði komið hon- uin alla leið. Síðan tók hann til við smærri steinana glaður í bragði og á- nægður yfir þvi, að hafa lokið þeim hluta verksins, sem erfiðastur var. Vinnan varð honum leikur einn, og þegar henni var lokið fjekk hann laun sín óskert og gat litið með ánægju yfir dagsverk sitt. Hvor þessara manna fór hyggilegar að ráði sínu? 0 Á sumardaginn fyrsta. Velur sjóli hrumur liræðist, linigur af stóli lifs við kvöld. í fagra kjólinn fóstran klæðist, fylkir sólar tekur völd. G. K. Vorvísur. Vors um tíð ])á fögur fer fold úr liýði mjalla, hvergi prýðin æðri er en i liliðum fjalla. Blóa kjólinn fjöllin fá, frá er gjólu bylur. Háum stóli stjörnu frá stráist sól og ylur. G. K. Gátur. 1. Á ári livcrju cinu siuni alla menn jeg sæki lieim, |)á scm ei mig eiga i minni jeg óvörum finn, og hverf frá ]>eim. 2. Jeg er barin, hrend og gegnum rckin, fótum troðin, úti æ, en ómissandi á hverjum hæ. Ráðningar á gátum í síðasta blaði. 1. Með hvi að skifta rómversku tölunni XII um þvert. 2. 999”/„. 3. Að stökkva upp á nef sjer. 4. Foss. UNGA ÍSLAND kemur út einu sinni í mánuði. Verð árg. kr. 2.50. Gjalddagi 1. apríl. Ritstjóri: Finnur Sigmundsson cand. phil. Utaná- skrift: Pósthólf 715. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu, Laugaveg 17, pósthólf 327. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.