Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND
35
F'yrst tók jeg nú Hosa, hann fór að brölta þá,
Fríðu minni dembdi jeg þar ofaná.
Leiðin sóttist illa, en loksins hún þraut,
nú leit jeg yfir móinn með ber í hverri laut.
Þá sá jeg lítinn fugl, sem að sat á viðargrein,
hann söng svo undur fjörugt og röddin var svo hrein.
Mig langaði strax að eiga’ hann og læddist hægt á tá,
en litli fuglinn þaut upp, er til mín hann sá.
Jeg elti’ hann nokkuð lengi, því altaf flaug hann skamt,
jeg ætlaði ekki að meiða’ hann, en hræddur var hann samt.
Fyrir löngu síðan sokkinn jeg lagði mjer frá,
og loksins hvarf svo fuglinn og myrkrið datt á.
Nú mundi jeg eftir Álfhól og illu Tröllagjá
og ýmsu, sem í rökkrinu sagt var mjer frá.
Þá heyrði’ jeg kallað: „Gunna“ með heldur styggri rödd,
jeg heyrði að það var Nonni og þóttist betur stödd.
„Þarna’ ertu“, sagði’ hann, „stelpan þín, amma sendi mig,
auminginn er lifandi skelfing hrædd um þig“.
Jeg sagði honum kjökrandi söguna af mjer,
að sokkurinn var týndur og engin fundin ber.
„Nú, ráðug ertu“, sagði hann, og hló um leið svo hátt,
mjer heyrðist gegna álfar við klettabeltið grátt.
„Það er best við leitum á leiðinni heim,
en líklegt er þú tapir nú alveg báðum þeim“.
Þá lá mjer við að gráta, en ljet hann ekki sjá,
en labbaði hægt á undan og starði veginn á.
Þá sje jeg eitthvað skríðandi koma á móti mjer.
„Ó, mamma, þarna voðastór höggormur er“!
„Hvað sjerðu“, sagði hann, „stelpa, því stekkurðu eins og flón“,
— því sterkur er hann sjálfur og hugaður sem ljón.
„Jeg sje nú hvað þú hræðist, það er sokkurinn þinn,
jeg sje í kattarglyrnur á bak við snúninginn“.
Jeg varð nú heldur fegin, en ilt mjer þótti þó,
að þetta flaug um bæinn og vinnufólkið liló,
en mamma aðeins brosti og kysti mig á kinn
og kallaði mig elskulega heimskingjann sinn.