Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.04.1927, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 31 Tárin hennar mömmu. „Þessi ungi maður hefir leyst prófið best af hendi. Án þess að vita að jeg vildi komast eftir, hvort þeir væru hófs- menn á drylck, drakk hann að eins eitt glas af vatni með matnum. Og án þess að vita að jeg vildi re.yna innrætið, bað hann um að fá að aðstoða blinda her- manninn við borðið. Það er ekki þörf á frekara prófi. Prófsmíði hans er stíl- fagurt og ber vott um mikinn þroska. Og skapgerð hans hefir reynst að vera í fullu samræmi við smíðisgripinn. — Hirðmenn góðir! Sýnist yður hið sama og konungi yðar?“ „Konungurinn hefir rjett að mæla“, hrópuðu allir einum munni. Konungurinn benti Pjetri að koma. Hann gelck fram fyrir konunginn og fjell á knje við hásæti hans. „Standið upp ungi maður og tak- ið við stöðu yðar. Nú eigið þjer að neyta gáfu yðar til að smíða listaverk til yndis augum vorum, og eklci síður góða og gagnsama hluti, eftir því sem hugvit yðar blæs yður í brjóst. Húsið yðar er tilbúið og þjer skuluð fá ríku- leg laun handa yður og fjölskyldu yð- ar. Þjer eruð væntanlega kvongaður eða eigið unnustu?“ „Nei, yðar hátign, jeg á bara gamla móður“. „Móðirin er trúföst unnusta“, sagði konungurinn. Það er ósk vor, að þjer sækið hana nú þegar“. Að svo mæltu gekk konungurinn út úr salnum og allir hirðmennirnir. En meistari Pjetur stje jafnskjótt á hest- bak og reið beina leið heim til kofa móður sinnar. Ragna litla var að eins tíu ára gömul. Eitt sinn er hún kom inn í svefnher- bergið, var móðir hennar þar fyrir al- ein og grjet. „Af hverju ertu að gráta, mamma?“ „Góða barn, það get jeg ekki sagt þjer. Þú mundir ekki skilja það“. „Mundi jeg ekki skilja það, ef þú segðir mjer frá því?“ „Nei, þú ert svo lítil ennþá“. Móðirin þurkaði sjer um augun. En tárin hj-eldu áfram að streyma og hún hafði ekki við að þurka þau. „Þú segir stundum, að jeg sje stór stúlka, mamma“, sagði Ragna klökk. Henni varð svo mikið um að geta ekki huggað móður sína. „Á kvöldin hefirðu sjeð himininn al- settan stjörnum, Ragna mín. Jeg hefi sagt þjer, að hver stjarna er mjög stór, ef til vill stærri en jörðin, sem við menn- irnir búum á“. „Já, það hefir þú sagt mjer“. „En þú skilur það ekki“. „Nei“. „Ef jeg segði þjer af hverju jeg er að gráta, mundirðu að vísu vita það. En þú mundir þrátt fyrir það, ekki öðlast skilning á þ\i. Sjerhver stjarna er víð- áttumikil veröld, sem þú hefir ekki þroska til að skilja og greina. Og tárin, sem jeg hefi grátið í dag, eru skilningi þínum of vaxin eins og stjörnurnar. Þegar þú ert orðin stór, muntu fyrst skilja tárin, sem renna niður vangann á mömmu núna, ef þú þá hefir sömu sorg- ir að bera“. Ragna litla þaut upp í fangið á mömmu sinni, klappaði henni og kysti og sagði:

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.