Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 16

Unga Ísland - 01.01.1933, Qupperneq 16
12 UNGA ÍSLAND ánum úr hjásetunni, ef Bjarni litli hefði ekki vakið hann upp frá listaverkinu í moldarflaginu, og sagt honum til synd- anna, að þetta dygði ekki, þeir mættu til að hafa allan huga við hjásetuna. Eftirleit. Eitt sinn kom Einar heim snemma morguns úr smalamennsku. Hann hafði smalað einn að þessu sinni, og nú vant- aði hann sex kvíær. — Hann fékk ákúr- ur hjá föður sínum og varð að fara að leita ánna. Einari féll mjög illa, þegar pabbi hans setti ofan í við hann, en æf- inlega tók hann ákúrum vel frá föður síns hendi. Hann lagði nú af stað að leita ánna. Nokkru seinna var Bjarni litli send- ur með ærnar, sem heim höfðu komið, og búið var að mjólka. Hann átti að reka þær í hagana. Allt í einu sér Bjarni, hvar maður stendur hálfboginn, efst uppi í felli, alveg upp við Galta, það er gnipa í fellinu. Og hann þekkti þegar í stað, að þetta er Einar bróðir hans. Bjarni vissi, að hann átti að vera að leita að ánum. Hann vildi nú vita, hvernig því væri varið með Einar, hvort hann væri nú búinn að gleyma sér enn einu sinni. — Jú, viti menn, Einar hafði fundið þarna frægustu leirnámu, og nú var hann í óða önn að móta ým- iskonar myndir af dýrum og fuglum, tröllum og útilegumönnum, þarna í leir- inn. Hann mundi alls ekki eftir því, að hann hafði verið se'ndur að heiman, til 'að leita að sex kvía ám, sem vöntuðu til mjaltanna um morguninn.. Sigurvegarinn. Þegar Einar Jónsson hafði slitið barnaskóm, var hann settur til mennta,' fyrir áeggjan víðsýnna menntamanna, er sáu hvað í drengnum bjó. Hann lagði nú út á hina erfiðu braut listamannsins, vann og nam látlaust. Og svo var það einn dag, að hann stóð með sigurpálmann í hendi sér. Hann hafði sigrað; og fyr en varði hafði hann eignast fjölda aðdáenda um allan hinn vestræna heim. Einar Jónsson er eins oft nefndur myndskáld ,eins og myndhöggvari. Ljóðskáldið mótar hugsanir sínar i málið. Tónskáldið felur hugsanir í tón- um, en myndskáldið meitlar þær í stein- inn. Hann felur skáldlegar hugsanir í fast áþreifanlegt efni, leirinn, gifsið, bronsið eða marmarann. Einar Jónsson hefir góðfúslega leyft Unga íslandi að birta myndir af verk- um sínum. Myndir af tveim þeirra birt- ast að þessn sinni, og mun blaðið flytja fleiri myndir úr listasafni Einars við og við. Listasafn Einars Jónssonar. Um daginn fór ég upp í listasafn Ein- ars Jónssonar, húsið heitir Hnitbjörg. Það stendur uppi í Skólavörðuholti. í safninu eru bæði margar og fállegar myndastyttur, sérstaklega fundust mér tvær myndastyttur fallegar. Önnur heit- ir Útilegumaðurinn. Hún er af manni, sem.heldur á barni á handleggnum og ber konu á bakinu. Kona þessi hafði verið konan hans, en var nú dáin, og var hann að reyna að finna kirkjugarð, til að jarða hana í, því hann vildi ekki

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.