Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 11. hefti Reykjavík, Nóvember 1935 30. árg. Hlúið að birkiplönfunum ykkar. Effir Hákon Bjarnason, skógrækfarsfjóra. í fyrra vor gafst lesendum Unga íslands kostur á að afla sér birki- fræs, og munu á annað hundrað les- endur hafa notað tækifærið til þess að sá fræi, í þeirri von, að síðar meir yxi upp af þeim laglegur bjarkar- gróður. Hjá mörgum mun árangur- inn af sáningunni hafa orðið ágæt- ur, og til þess að reyna að koma í veg fyrir, að sem minnst 'vanhöld verði í vetur á hinum ungu plöntum, mun ég reyna að gefa ykkur, les- endur góðir, ráð til þess að hlúa þannig að plöntunum, að þær lifi sem flestar veturinn af. Þið vitið, að bæði ungbörn og ný- fædd dýr og litlar plöntur eru veik- byggðari heldur en það, sem fullorð- ið er. Af þeirri ástæðu má og líka &era ráð fyrir, að ungar bjarkar- plöntur þoli langtum síður erfið lífs- kjör heldur en stór og há tré. Bjark- arplöntur, sem vaxið hafa upp af fræjum á síðasta vori, eru eðlilega enn mjög litlar. Venjulega ná þær ekki nema 1—2 sentímetra hæð á fyrsta sumrinu, og ræturnar eru þá að sama skapi litlar. Veitir þeim því oft erfitt að halda sér föstum í jörð- kmi, þegar vatn og frost fer að bylta efsta lagi jarðvegsins á haust- in og fram á vetur. Þar sem snjólétt er halda þessar hræringar í jarðveg- inum áfram allan liðlangan veturinn og oft langt fram á vor. Sakir þess- ara hræringa deyja ungar birki- plöntur svo milljónum skiftir um alt land á hverju ári. Það eru að- eins þær plöntur, sem hafa verið svo heppnar að vaxa í jörð, þar sem engar hræringar komast að til þess að hrófla við þeim, er halda lífi. Er þetta ein af aðalástæðunum til þess, að skógunum okkar miðar miklu hægar að breiðast út en ella myndi. í vor var ykkur ráðlagt að sá fræ- inu í sundurskorna grasrót, og var þetta gert sakir þess, að grasræturn- ar halda ungu plöntunum niðri og varna því, að þær geti losnað í jörð- inni, þótt frjósi og þiðni á víxl. En til frekara öryggis er samt rétt að taka dálítið af lyngi í haust og breiða örþunnt lag ofan á plönturn- ar. Lagið má ekki vera þéttara en svo, að mikil væta geti ekki safnast í það eða undir það. Loftið þarf að geta leikið um litlu plönturnar allan ársins hring, annars kafna þær, og ef mikil væta sest að þeim, er hætt við, að mygla setjist á þær, en nái hún að festast á þeim, eru þær venju- legast dauðans matur. Lyngið verður að liggja á plöntun-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.