Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 4
168 tJ N G A ÍSLANI) Hringurinn. Æfintýr eftir Helena Nyblom. (Lauslega þýtt úr sænsku). Það var einu sinni ungur konungs- sonur, sem reið úti í tunglsljósinu, sér til skemmtunar. Himininn var dimmblár. Kvöldið var annars kyrlátt og blítt. Konungssonurinn reið hratt yfir, og skuggi hans og hestsins var svo stór, að hann líktist ferlegu trölli þarna í tunglsljósinu. Þegar konungssonurinn kom heim að höllinni, steig hann af baki, og hestasveinninn tók við reiðskjótanum. En í stað þess að ganga inn í höllina, kaus konungssonurinn að ganga niður til strandarinnar. Hann gerði sér alls ekki grein fyrir, hvers vegna hann endilega nú, gekk þarna ofan í fjör- una. Það var eins og einhver huldur máttur drægi hann þangað. Hann gekk hugsunarlaust í flæðarmálinu, ofur hægt og teiknaði um leið ein- faldar myndir í fjörusandinn með svipuskaftinu sínu. um þangað til fer að vora og plönt- urnar fara að springa út. Þá er rétt að taka varlega ofan af þeim með hendinni og vökva síðan með áburð- larvatni. Hvernig áburðarvatn er bú- ið til, getið þið séð í blaðinu frá í vor. Á næsta vori mun lesendum þessa blaðs gefast enn kostur á fræi, og það engu síður þótt þeir hafi fengið fræ áður, en síðar meir getur vel Allt í einu nam hann staðar. — Á hvað glitraði þarna í tunglsljósinu? — „Lítill steinhringur', sagði hann við sjálfan sig um leið og hann tók hringinn upp. „Það er líklega einhver hirðmærin, sem hefir týnt þessum hring hérna“, hugsaði hann, lét hring- inn í vestisvasa sinn og gekk heim á leið. .Eftir að allir höfðu neytt kvöld- verðar heima í höllinni, og hirðin hafði safnast saman í stóra gylta saln- um, sagði konungssonurinn, um leið og bann stakk hönd sinni í vestisvasan: „Það skyldi víst ekki einhver hirð- meyjanna hérna hafa týnt stein- hring?“ „Týnt steinhring“, gullu hirðmeyj- arnar við einum rómi og litu á hend- ur sínar til að athuga hvort það gæti verið. „Hvernig lítur annars þessi hringur út?“ spurði ein þeirra. Konungssonur sýndi þeim nú hring- inn, en svona lítilfjörlegan hring, hafði engin þeirra átt, hvorki fyr né síðar. Annars var hann svo lítill, að það hlaut að vera barn, sem átti hann. hugsast, að þeir geti fengið litlar trjáplöntur að gjöf, en um það verð- ur skrifað síðar. En munið eftir því, að skrifa rit- stjóra blaðsins til þess að segja hon- um frá, þegar vel gengur. Og ef ein- hver vandræði verða á vegi ykkar með sáningu og plöntun plantna, skuluð þið einnig skrifa, því að Þa verður reynt að leysa úr vandræð- um ykkar eftir bestu getu.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.