Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 5
UNGA ISLANÖ Í69 Meyjarnar hvísluðust mikið á um þetta sín á milli, og gátu ómögulega skilið að konungssyninum skyldi finn- ast svo mikið til um slíkt barnagling- ur. — Þegar konungssonurinn háttaði um kvöldið hafði hann lagt litla hringinn á náttborðið. En rétt í því hann var að festa blund, heyrði hann undur lágt hljóð í herberginu, og er hann leit upp varð hann þess var, að hringurinn hring- snérist á borðinu. Hann kveikti nú ljós, en þá lá hringurinn alveg kyr. En þegar hann slökkti aftur byrj- aði hringurinn enn á ný að dansa eft- ir borðinu, og meira að segja hoppaði hann nú yfir á brjóst konungssonar. En hann var samt ekkert hræddur, og allt í einu var eins og ljós rynni upp í huga hans og hann fekk fulla lausn þessarar gátu. ,,Nú skil eg þetta“, hrópaði hann. Eg verð að finna eigandann, og hann ákvað með sjálfum sér að hefja leit- ina að eiganda hringsins, þegar eld- snemma næsta morgun. Nú lá hringurinn kyr á brjósti kon- ungssonarins og hann þræddi þennan litla einkennilega dýrgrip á gullfesti, og brá henni síðan um háls sér, og sofnaði vært. Konungssonur var snemma á fót- um næsta morgun. Hann gaf skipun um að söðla hest sinn. Hann sagði eugum um þennan dularfulla atburð um nóttina, og ekki lét hann heldur neitt uppskátt um ætlan sína, hvert förinni væri heitið, eða hvenær hann mundi koma heim. Konungssonur hélt nú áfram för sinni, allan liðlangan daginn. Undir kvöldið kom hann að stóru og reisu- legu höfðingjasetri. Þar réð fyrir ung og tíguleg ekkja. Hún lét taka á móti koungssyni með virðingu og af rausn mikilli. Um kvöldið leiddi hin tígulega kona gest sinn til borðs. Borðið var dúkað og á það lagður silfur- og guli- borðbúnaður, og hátíðaklæddir þjón- ar báru fram allskyns kræsingar. Frú- in var mjög málug, og spurði kon- ungsson um alla heima og geima. Hvers vegna að hann, svo tiginborinn, væri einn á ferð, hvert för hans væri eiginlega heitið og um fleira og fleira. Konungsson svaraði eins og honum fannst best við eiga, en lét þó ekkert uppskátt um för sína. Allt í einu datt honum í hug, hvort það gæti verið, að þessi kona hefði tapað hringnum og varð um leið litið á hönd húsfreyj- unnar, alsetta fögrum demantshring- um. Hönd húsfreyju var langt frá því að vera fögur, frekar stór og þrútin, — það gat varla verið hún, sem hafði tapað litla hringnum, sem hann bar við brjóst sér, en eins og til að full- vissa sig um að svo væri ekki, sagði hann, er hann stóð upp frá borðum, og tók í hönd frúarinnar til að þakka fyrir matinn: ,,Það er fáséð hönd er ber svo marga fagra hringa. Eruð þér ekki hrædd um að tapa einhverjum þessara dýrgripa, þegar þér takið yð- ur sjóböð eða tínið blóm?“ ,,Eg tek þá æfinlega af mér áður en eg tek mér sjóböð“, svaraði frúin hlæjandi, ,,og blóm tíni eg aldrei sjálf, það læt eg þjónustumeyjar mín- ar gera“, bætti hún við með nokkrum þótta. Konungssonur þagði eitt andar- tak, tók litla hringinn milli fingra sér og sýndi húsfreyju hann og spurði:

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.