Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 18
182 UNGA ISLAND enn betur út en áður, og aumingja hvolpurinn varð alveg triltur af kvölum og reiði, svo að hann vissi ekki hvað hann gerði. Hann réðist á brocldgöltinn og beit hann hvað eftir annað. En brocldgölturinn varðist með broddunum eins og áður og meiddist ekki neitt. Broddarnir stungust dýpra og dýpra í trýnið á hunclinum, eftir því sem hann varð ákafari, og juku stöðugt kvalir hans. Loks gafst hann upp og hljóp skræki- andi í burtu með skottstubbinn klemmdann inn á milli afturfót- anna. Þegar hvolpurinn kom til mömmu sinnar, fór- hún að sleikja hann og hugga. Broddgölturinn var hinn róleg- asti meðan á árásinni stóð. Hann vissi, að broddarnir voru honum örugg vörn. Hann hló með sjálfum sér, þegar hvolpurinn hljóp skrækjandi í burtu og kallaði á eftir honum: „Já, þetta var þér mátulegt“. Músarholan. Svo héít broddgölturinn áfram að leita sér að mat ,því að lítill brodclgöltur er altaf svangur, og getur étið allt, sem tönn á festir. Hann verður líka að fita sig fyrir veturinn, því að þá sefur hann dag og nótt, og lifir aðeins á fitunni, sem hann safnar á sumrin og haustin. Broddgölturinn heyrði lágt tíst hjá litlum grastoppi. Hann flýtti UNGA ÍSLAND Eign Kauöa Kross íslands. Kemur út 12 sinnum á ári; alls 192 bls. VerÖ blaösins er aöeins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaösins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Arngrímur Kristjánsson, Bjarni Bjarnason, Kristín Thoroddsen. Gjaldkeri blaösins er Arngrímur Kristjáns- son, Egilsgötu 24, sími 2433. Utanáskrift blaösins öllu viövíkjandi er: Pósthólf 363. AÖalútsölu Unga íslands í Reykja- vík annast Bókhlaöan, Lækjargötu 2. — Þar .er tekiö á móti nýjum kaupendum og andviröi blaösins. Prentaö í ísafoldarprentsmiöju h.f. sér þangað, og fann þar músar- holu. Hann gróf af kappi, til að víkka holuna, því að hann fann, að upp úr henni lagði lykt af nýju músakjöti. En það er mesta sæl- gæti, sem hann getur hugsað sér. Hann tróð sér niður í hreiðrið og át allar litlu mýsnar, sem þar voru. Þær gátu ekki bjargað sér, því að þetta voru blindir og hárlausir aumingjar. Hann var sacldur í svipinn eft- ir þetta mikla kjötát, og gekk fram hjá nokkrum sniglum, án þess að éta þá. Honum fannst þeir vera of slímugir. Hann var orðinn matvandur — alveg eins og krakkar, sem fá of mikið að borða. Frh. Ef vel á að vera þurfa allir kaup- endur að vera skuldlausir við nýjár. ÍSAFOLDARPRBNTSMIÐJA H.F.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.