Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 171 upp með fljótinu. Hringurinn titraði sífellt við brjóst hans. Hann heyrði glöggt sinn eiginn hjartaslátt, en einn- ig virtist honum, sem hann heyra sí og æ annan veikari hjartslátt. Það var, sem í brjósti konungssonar bærð- ust tvö samstillt hjörtu, og sífellt þótti honum vænna um þennan dýrmæta dularfulla hring, og æ þráði hann meir og meir að ná takmarki sínu. Þá var það einn morgun, að kon- ungssonur kom enn á ný að fljótinu. Hinum megin fljótsins gnæfði snar- bratt fjall. Morgunsólin gyllti fjall- toppinn. Þangað verð eg að komast, og án þess að yfirvega þessa ákvörð- un nánar, knúði hann hestinn spor- um út í fljótið. Hesturinn var traust- ur, og yfir um komust þeir, þrátt fyrir stórgrýttan botninn og beljandi strítt straumfallið. Þegar konungsson var kominn yfir um fljótið dró hann andann léttara en hann hafði áður gert á þessu ferða- lagi. Þarna var hann staddur á fljóts- bakkanum, á grasigrónum völlum. Yf- ir höfði hans gnæfði hrikalegt fjallið. Upp fjallið varð hann að klifa. Hann spretti af klárnum, klappaði honum á makkann. Hesturinn hristi sig' og velti sér mörgum sinnum og íór síðan að rífa í sig hvanngrænt Srasið. — Þarna voru ágætir hagar. En konungssonurinn hóf göngu sína uÞp snarbratt einstigið. Hann var staddur í miðri hlíðinni, °g nam staðar eitt augnablik ,,Hvað er jeg eiginlega að fara“, sagði hann Hálf upphátt. Hjarta hans sló nú örar en áður. Nú fann hann fyrst til þreytu. Efinn gagntók hann, en í því heyrði hann enn á ný, skýrar en fyr, þetta viðkvæma hógværa, hjartaslag frá hringnum, og svo lagði hann á bratt- ann, öruggur og vonglaður. Allt í einu heyrði hann undur lág- an nið. Hann heyrði að þetta var lækjarniður. Hann varð nú þess var að hann var dauðþyrstur og gekk á hljóðið. Loks kom hann fram í einkar fag- urt rjóður í skóginum. Tær fjallalind steyptist þar fram af hamrabeltinu og myndaði lítinn foss. Hann hljóp seinustu skrefin að fossinum, en nú var hann heldur ekki lengur einn, þarna í auðninni og fjallakyrðinni. Við fossinn stóð ung stúlka, sem var að fylla vatnsfötur. Hún var berfætt, í gráu stuttu pilsi, en hvítri léreftsblússu. Tvær ljósar fléttur liðuðust niður bakið. Hún varð auðsjáanlega ekki vör við komu kon- ungssonarins, en starði dreymandi inn í fossinn. Hún sneri sér við til að ná í hina fötuna, en í því mætti hún augum konungssonarins. Hann brosti til hennar, en hún leit angurblítt til hans. „Fyrirgefðu mér“, sagði hann, ,,get- urðu gefið mér að drekka, eg er svo þyrstur“. ,,Úr hverju geturðu drukkið“, svar- aði hún, rödd hennar var þýð og hrein. ,,Nú veit eg það“, sagði hún hlæjandi, ,,komdu hingað“, og hún fyllti litlu fallegu hendurnar sínar af vatni og bar þær að vörum konungs- sonarins. „Flýttu þér að drekka“, hrópaði hún glaðlega, og hann tók um hendur hennar og drakk. ,,Meira“, sagði hann, og hún fyllti hendur sínar á ný af tæru svalandi bergvatninu. En þegar konungssonurinn beygði sig til að drekka á ný, tók hann eftir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.