Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 6
170 tJNGA ISLAND „Hvað sýnist yður um þennan hring frú mín góð“. „Þennan litla hring“, svaraði hún og bar sig til að koma honum upp á litla fingur sinn. „Eg gæti hugsað mér að það væri barn, sem ætti hann, fá- tækt barn“, bætti hún við. „Hvar hefir konungssonurinn fengið þennan hring?“ „Það skiftir ekki máli“, svaraði kon- ungsson og tók við dýrgrip sínum, og talið leiddist nú inn á aðrar brautir. Næsta morgun, áður en sól var risin var konungsson horfinn á brautu. — „Barn“, sagði hann við sjálfan sig, „fátækt barn endurtók hann, en hvar auðnast mér að finna það?“ Konungssonur reið nú gegnum skógivaxna dali, um auðnir og mýr- arflóa, og þegar sól var í hádegisstað kom hann enn að stórum og reisu- legum bóndabæ Þar var glaumur og gleði, því þar var verið að halda brúðkaupsveislu. Unga fólkið dansaði og söng og hló úti í trjágarðinum. Allt varð kyrrt eitt augnablik, þeg- ar þennan unga óþekkta riddara bar að garði. „Hefir nokkur ykkar tapað hring?“ sagði konungssonur. Allar ungu stúlk- urnar þustu að honum. „Eg hefi einu sinni tapað hring“, „og eg“, „og eg“, sögðu þær ein eftir aðra. Konungssonurinn sýndi þeim nú hringinn, en stúlkurnar urðu auðsjá- anlega fyrir vonbrigðum, þær höfðu víst búist við að sjá eitthvert dýrindis djásn. „Nei“, sögðu þær allar, svo að segja einum rómi. „Svona hring hefi eg aldrei átt“. Hljóðfæraslátturinn hófst að nýju, og ungu meyjarnar þyrptust í dansinn, en konungssonurinn hélt leiðar sinnar dapur í bragði. Nú lá leið hans meðfram stóru fljóti. Degi var farið að halla. Hann lét hestinn lötra fót fyrir fót. Alt í einu mætti hann dökkklæddri konu. Hún gekk álút eftir veginum og sýndist vera að leita að einhverju. „Að hverju leitið þér kona góð?“ spurði konungsson. Konan leit upp og horfði raunalega til riddarans. „Ó, minnist þér ekki á það“, sagði hún með viðkvæmri röddu. „Eg hefi misst allt, sem eg átti, eiginmann minn, heimili mitt og alla fjármuni. Nú átti eg aðeins eftir einn hring, sem eg ætlaði að selja, svo eg hefði eitthvað til að lifa af, en honum hefi eg líka tapað, ó, eg veit ekki hvernig eg hefi getað tapað honum“. Nú fór hjarta konungssonar að slá örar, skyldi það vera hún, sem hafði tapað hringnum, sem hann bar við brjóst sér, hugsaði hann. Konungsson- ur sýndi henni nú hringinn og spurði: „Það hefir líklega ekki verið þessi hringur, sem þér hafið tapað?“ „Nei“, sagði dökkklædda konan og andvarp- aði. „Hinn hringur var prýddur dýr- mætustu demöntum, en þetta sýnist vera verðlaus hringur“. Konungssonur tók nú upp peninga- pyngju sína og lét rigna niður til hennar gullpeningum. „Hér hafið þér gnægð fjár fyrst um sinn. Fjármunir geta greitt götu yðar, en mér getur enginn leiðbeint", og áður en konan gat þakkað, var konungsson horfinn leiðar sinnar. Konungssonur reið nú dag og nótt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.