Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 16
Í80 UNGA ÍSLAND LESKAFLAR FYRIR LITLU BÖRNIN Litli broddgölturinn. Eftir Povl Hammer. Framh. Broddgölturinn rölti áfram, þangað til hann rak trýnið í und- irskálina. Hann þefaði af mjólk- inni og fann að lyktin var góð, og rétt á eftir lapti hann af kappi eins og dauðþyrstur köttur. Þá gat Hans ekki stillt sig. „Nei, nei. Er ekki gaman, pabbi? Sjáðu, sjáðu!“ Broddgölturinn hætti að lepja, þegar hann heyrði röddina. Hann stóð hreyfingarlaus litla stund, og hugsaði sig um, en svo fór hann aftur að lepja. Hans og Óli sáu nú greinilega framan í broddgöltinn. Hausinn var þakinn ljósbrúnu hári. Það glitti í tvö tindrandi augu. En skrítnast var að sjá, þegar hann rak út úr sér tunguna og sleikti mjólkina af svörtu trýninu. Þegar hann var búinn með mjólkina, steig hann með framfæturna upp í skálina og sleikti hana innan. Síðan hélt hann á brott. Það var eins og hann liði eftir jörð- unni, því að fæturnir sáust varla. Hann flýtti sjer út undir runn- ana í garðinum og faldi sig. Hans og Óli ætluðu að elta hann, en pabbi þeirra bannaði þeim það og sagði: „Nú þarf broddgölt- urinn að ná sér í mat, og við meg- um ekki tefja fyrir honum“. Litli broddgölturinn rölti síðan óáreittur milli aldintrjánna, þar sem Hans og Óli höfðu áður farið. Broddgeltinum þótti ósköp gott að éta nýja ávexti alveg eins og strák- unum. Og þarna var nóg af per- um og plómum. Það eru aðeins vel

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.