Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 12
176 UNGA ÍSLAND V æng,j aþy tur. Eftir Stefán Thorarensen. Þeir fleygu gestir senn í burtu svíía. er sálir vorar tókst að magna og hríía, svo lífsins önn varð leikur djarfrar gleðí- hið létta flug í draumum vorum réoi. Og yfir höfði heyrist vængjaþytur. sem hjartans frið í dapra útlegð flytur. svo um hann næðir andi hvítra mjalla og öll er gleðin blöð, sem titra og falla. Það er sem dómsorð dynji í þessu flugi um dáin blóm og tregaþunga hugi og dulda fjarlægð ljúfra sumarlanda, en lokuð sund til þeirra björtu stranda. Og feigðarkaldar húmsins öldur hníga oss hjarta nær, og kynjamyndir stíga úr rökkursænum, — ógna á ieiðum öllum sem að oss sæki fjöldi af grimmum tröllum. Svo daprast allt, er haustsins kveðjur hljóma. Hve hjartað þráir angan vors og blóma og töfraperlur sólskinshafsins heita, sem hæð og dal með tignarljóma skreyta. Og þökk sé yður, söngvaglöðu gestir, því göfug minning löngun vora festir á frjálsri tign þess lífs, sem aldrei lætur í lýðsins huga ríkja kaldar nætur. Ekki lík. Hinn alkunni enski andlitsmynda- málari Gilbert Stuart var einhverju sinni stöðvaður á götunni af fallegri, ungri stúlku, sem undir eins ávarpaði hann og sagði: „Ó, hr. Stuart, eg sá í dagblaðinu mynd af síðasta málverki yðar, og eg kyssti hana, vegna þess að hún líktist yður svo mikið“. ,,Og kyssti hún yður aftur?“ „Hvað þá! Nei“. „Þá hefir hún ekki líkst mér“. svaraði Stuart. ----x----- Hvernig gengur nýja úrið? Ágætlega. Það gengur klukkutímann á 50 mínútum. ,sRanghverfa“ félagiS. Fyrir skömmu var stofað félag í Chicago, og þar eð ekki tókst að finna skynsamlega stefnuskrá, var samþykkt, að allir félagsmenn skyldu á öllum sviðum haga sér þvert á móti gömlum venjum. Árangurinn er undraverður. Félagsmenn ganga aft- ur á bak í ranghverfum fötum, frakk- arnir eru hnepptir á bakinu — og húfuderið er í hnakkanum. Myndir og auglýsingar snúa að veggjunum. Þegar gestir koma, er sagt við þá: „Vertu sæll“, en „Vertu velkominn", þegar þeir íara,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.