Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.11.1935, Blaðsíða 8
172 UNGA ÍSLAND því að unga stúlkan roðnaði og bláu augun hennar störðu undrandi á hann. Hún greip um hringinn, sem hafði fallið út úr barmi konungsson- arins, er hann beygði sig. „Hringur- inn minn“, sagði hún með titrandi röddu. ,,Hvar hefirðu fundið hringinn minn?“ spurði hún með augun full af tárum. Hún settist niður í grasið og hand- lék hringinn. ,,Hvers vegna þykir þér svo vænt um hringinn þinn?“ spurði konungs- sonurinn um leið og hann settist við hlið hennar. „Móðir mín gaf mér þennan hring daginn sem hún dó. Þá var eg lítil stúlka. Hann mun hiálpa þér, sagði hún, þegar mest á reynir. Og þegar öll sund virðast vera lokuð, skaltu henda honum í hafið, og hringurinn mun berast í hönd þess manns er frelsar þig“. Konungssonurinn tók fagnandi um hönd ungu stúlkunnar. ,,Frá því eg fann hringinn“, sagði hann, „hefir hann ekki gefið mér stundar frið. Með dularfullum krafti hefir hann kveikt óslökkvandi þrá í brjósti mér til að leita þín“. ,,En segðu mér hver þú ert, hvers vegna þú ert hér úti í auðninni og í hverskonar hættu varstu stödd þegar þú kastaðir hringnum?“ „Já“, sagði unga stúlkan lágum rómi og leit flóttalega í kringum sig. „Eg bý hérna hjá trölli, sem lætur mig þræla fyrir sig“. „Eg er fædd konungsdóttir. Móðir mín dó þegar eg var lítil, og þegar eg var 15 ára, kom grimmur erlendur konungur, og lagði úndir sig ríkið. Hann myrti föður minn og færði mig í fangelsi. Dag nokkurn átti eg að giftast syni þessa grimma konungs. Eg vildi heldur deyja en að giftast honum. Eg lét þá ekki í ljósi annað en eg vildi eiga hann, en hugði að flýja við fyrsta tækifæri, sem byðist. Og dag- inn sem brúðkaupið átti að fara fram, þegar allir voru önnum kafnir við að undirbúa veisluna tókst mér að flýja. Eg hljóp og eg hljóp lengra og lengra inn í skóginn, þar til eg hné örmagna niður af þreytu og sofnaði. Næsta morgun vaknaði eg við að eitthvað straukst við ennið á mér. Eg hrökk upp og sá ógurlegt andlit lúta niður að mér. Þtað var bergtröllið, sem var úti á morgungöngu í skóginum og vakti mig með því að kitla mig með löngu hálmstrái. Eg var svo hrædd, að eg þorði naumast að draga andann. En tröllið hlóg kuldalega og sagði: „Það var gott, að eg fann þig, litla krílið þitt. Nú skaltu sannarlegta fá nóg að gera. Þú skalt sækja mér vatn og við, elda handa mér og vera mér til skemmt- unar“. Tröllið tók mig svo í fang sér og bar mig heim til sín. Nú hefi eg unnið hjá því í 3 löng ár. Sífellt hefi eg verið að reyna að komast héðan burtu. Eitt sinn í ör- væntingu minni hljóp eg niður að fljótinu og ætlaði að reyna að flýja- En eg gat ekki komist yfir um. Þá var það sem eg tók hringinn minn og kastaði honum út í fljótið. Eg hróp- aði og bað innilega um, að hringur- inn bærist í hönd hugprúðs og hrausts

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.