Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 8
32 En köll hans heyrði enginn, nema kannske spói, sem sat þar á þúfu skammt frá. Skúla Bjartmars var ekki saknað fyrr en rétt áður en foreldrar hans komu heim. Sigga hafði að vísu aldrei fótbrotnað hættulega, hún hafði ekki einu sinni hruflast á fætinum, hvað þá meir. Hún fór bara inn og fór að lesa í bók. Strákurinn hefir gott af því að jafna sig. Honum er mátulegt að vera svolítið hræddur, það er ekki svo lítil í honum frekjan. Eitthvað á þessa leið hugsaði Sigga. Hún var verulega reið. Gunnsa frænka kallaði á hana að drekka miðaftans kaffið. — Hvar er strákurinn? spurði hún. — Hann er einhversstaðar úti, ösku- vondur, svaraði Sigga. — Nei, það dugar ekki, rýjan mín. Farðu og náðu í hann. — Ég held hann hafi gott af því; alltaf þarf ég að vera að sleikja úr honum. En Gunnsa var svo sem alltaf á hans bandi. — Þú veist líklega, Sigga, hvað hún mamma þín segir, ef strákurinn er ekki við, eða er búinn að útsvína sig, þegar hún kemur. Hún lætur mig að minnsta kosti hafa tevatnið sykur- laust, ef ég þekki hana móður þína rétt, kindin mín, sagði Gunnsa. — Ég held það sé ekki hætta á, að strákurinn fari sér að voða, svaraði Sigga. Hún hætti þó við kaffið sitt og fór út í dyrnar, og kallaði: — Skúli! Skúli! Gegndu strákur! En hún fékk ekkert svar. Þá hljóp hún kringum allan bæinn og kallaði UNGA Í.SLAND og kallaði — árangurslaust. Hún fór út í fjós og heygarð, en allt kom fyrir ekki. Hún varð dálítið smeyk og fór nú inn til Gunnsu og sagði henni hvernig komið var: — Ja, sér er nú hvað, barnið bara týnt og hjónin hljóta að koma á hverju augnabliki, sagði Gunnsa. Þær fóru síðan báðar út að leita, en í því riðu hjónin í hlaðið. Guðrún húsfreyja sagði ekki neitt, er hún heyrði fréttirnar. Hún vatt sér af baki og snaraðist austur túnið, aust- ur að fjárhúsunum. Hún gaf sér ekki tíma til að fara úr reiðfötunum. Ólaf- ur spretti af hestunum og lét reiðtýgin inn í skemmu. — Strákurinn hlýtur að vera hér rétt hjá, sagði hann, ef hann hefði ætlað að stelast út að Holti, þá hefð- um við átt að mæta honum. Nema að hann sé svo löngu farinn, að hann hafi verið kominn þangað, þegar við fór- um þar hjá. Hvað er langt síðan hann hvarf? — Rúmur klukkutími, svaraði Sigga. Nú hófst leitin fyrir alvöru, það var leitað um allt túnið og umhverfis tún- ið í öllum útihúsum og alstaðar þar, sem fólkinu gat dottið í hug, en allt var árangurslaust. Þokan datt yfir. Það kom kvöld og þrátt fyrir birtu júnínæturinnar var nú dalurinn skuggalegur og umhverfið allt svo öm- urlegt. Ólafur tók hest og reið út að Holti. Nei, Skúli Bjartmar hafði ekki komið þar. Síðan kom Ólafur aftur og með honum allir piltarnir frá Holti. Nei, Skúli Bjartmar var ekki kominn heim.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.