Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 14
38 UNGA ÍSLAND Kýr tekur aS sér hlutverk vekjaraklukku. klíndi honum lika utan á kjálkann. Hann hélt svo utan um hann með báðum höndum. Nokkrum dögum síðar plokkaði hann tönnina í burtu, sem olli meininu. Flugur verpa oft í sár og fleiður á baki villinauta. Eftir nokkurn tíma kem- ur árangur af varpinu í Ijós. Dýrin verða þess brátt vör. Þau leita þá uppi Ieir- tjarnir eða Ieirpolla og velta sér upp úr þeim, þangað til þykkt leirlag þekur allt bakið. Ef dýpið er nógu mikið, vaða þau út í vatnið svo ekki stendur upp úr nema höfuð og háls. En til þess að svírinn verði ekki útundan sáragræðsl- unni leggjast þau niður á grynningar og nudda honum upp úr leirnum. Eftir að dýrin hafa endurtekið þetta mörgum sinnum verða þau jafngóð í bakinu og gróin sára sinna, þau yfirgefa síðan heilsubrunninn. Greifingjahvolpur var útsteyptur af kaunum og fleiðrum. Foreldrarnir fóru með hann langan veg, margar nætur í röð, þangað til þau komu að lækjarupp- sprettu. Þar kaffærðu þau hann hvað eftir annað. Það bar þann árangur, að hvolpurinn varð alheill meina sinna á skömmum tíma. Fyrir mörgum árum var sagt frá því í ensku blaði (Times), að köttur nokkur hafði gleypt nál með þráðarspotta, sem komist hafði í matinn, sem honum var

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.