Unga Ísland - 01.03.1938, Side 16
UNGA ÍSLAND
40
r
A Reykjanesi.
Eftirfarandi grein er úr skólablaðinu
„Vorboðinn", sem gefið er út af elstu
börnum Barnaskólans i Sandgerði.
„Vorboðinn„ er prýðilega úr garði
gerður. í blaðinu, er út kom fyrir jólin,
eru 25 greinar og frásagnir. — Blaðið
er prýtt myndum. Sundkennarinn Valdi-
mar össurarson, sem greinarhöfundur-
inn minnist á, er skólastjóri barnaskól-
ans í Sandgerðí, en sundlaugin, sem um
getur, er heit sjólaug, sem að mestu er
gerð af náttúrunnar hendi. — Þegar flóð
er, fellur sjórinn inn yfir heitar upp-
sprettur, er þannig hita sjóinn. Ritstj.
Einu sinni fór ég, ásamt mörgu fólki
á Reykjanes með vélbát frá Sandgerði,
sem hét Skírnir. Var það mjög skemmti-
leg ferð. Við fórum um morguninn og
komum um kvöldið. Það var blíðskap-
arveður og rennisléttur sjór, og var ég
ekkert sjóveikur. Þegar við komum suð-
ureftir, fórum víð í land á smábát, sem
var hafður aftan í, því það var engin
bryggja þar.
Þegar við vorum komin í land, fórum
við upp í vitann og var það reglulega
gaman, því að stíginn er eins og skrúf-
nagli. En þegar maður er kominn upp í
topp, þá svimar mann. Svo fórum við
fram á Bergið og sáum þar voða-
mikið af fýl. Síðan fórum við að horfa
á fólkið synda. Þegar það var búið
að synda, kom það flest með smá-
skeinur. En eitt sá ég skrítið, sem ég
gleymi víst aldrei, og það er það, þeg-
ar sundkennarinn, Valdimar Össurarson,
fór í sundlaugina og hvarf inn í eitt-
hvert greni eða holu, og var svo voða
lengi, að ég hélt að hann kæmi áldrei
aftur. En svo sáum við hann loks koma
í kafi. Svo fórum við að leggja af stað
heim, og var svo komið á bát frá Hvals-
nesi að sækja okkur þrjá, pabba, bróður
minn og mig. Og þar með var þessi
skemmtilega ferð á enda.
Einar Magnússon.
Fuglalífið við Tiörnina.
(Úr bekkjarblaðinu „Freyja")-
Eins og öllum Reykvíkingum er kunn-
ugt, er mikið af villtum öndum á Tjörn-
inni allan tíma ársins, nema þegar hún
er ísi lögð. Þetta er öllum, bæði börn-
um og fullorðnum, hið mesta gleðiefni,
og fara margir niður að Tjörn með
brauðmola, til þess að gefa þessum
mannelsku vesalingum. — En eitt er
enn hægt að gera fyrir endurnar á
Tjörninhi. Það er, að leiða pípu
með heitu vatni frá Laugunum, í krók-
inn hjá Hljómskálanum, svo að hægt sé
að halda þar opinni vök, svo að endurn-
ar geti verið þar allan veturinn. Því að
þegar þessir vesalingar þurfa að flýja
til sjávar, kunna þær ekki að vara sig
á fuglaskyttunum, en halda að nú eigi
að fara að gefa þeim brauðmola, og eru
svo næstum því strádrepnar. Svona má
ekki lengur ganga. — Ef öll börn í
barnaskólunum biðja foreldra sína um
hjálp til þess að vernda endurnar, sem
eru á Tjörninni, óhultar eins lengi og
þær geta, verður varla langt þangað til
þær geta verið í sínu friðlandi, vetur,
sumar, vor og haust.
Magnús Magnússon.
„Preyja" er blað 12 ára bekkjar H í Austur-
bæjarskólanum, sjá greinina Bekkjarblöð sevd
U. /., er birtist í janúar.