Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 6
30 UNGA ÍSLAND Kínverska sýningin. í síðastliðnum janúar stóð yfir í markaðsskálanum í Reykjavík, sýning á kínverskum listiðnaði. Sýning þessi var eign frú Oddnýj- ar Sen og manns hennar, sem er kínverskur háskólakennari. Sýn- ing þessi vakti fádæma athygli, og var hún sótt af þúsundum gesta. Elstu börnum barnaskólanna var boðið að skoða sýninguna, og fer hér á eftir grein 12 ára telpu, sem lýsir mæta vel, hvernig þessi sér- kennilega sýning kom börnunum fyrir sjónir. Ritstj. í haust kom hingað til lands kona, sem er gift kínverskum manni, og heitir Oddný Sen. Hún kom með 2 börn, sem þau hjónin eiga. Frú Odd- ný er íslenzk og er ættuð af Álftanesi. Þegar styrjöldin byrjaði á milli Kín- verja og Japana, fór hún hingað til íslands með börnin, en maðurinn hennar varð eftir í Kína. Hún kom með ýmsa kínverska muni, og voru sumir frá því 200 árum fyrir Krist. Hún hélt sýningu á munum þessum í Markaðsskálanum hér. Þau hjónin voru 15 ár að safna þessu. Skólabörn- um í elstu bekkjum skólanna hér var boðið á sýninguna. Bekkurinn minn fór 31. janúar, um morguninn. Á sýn- ingunni var margt, sem var gaman að sjá. Þar voru ýmsar guða-styttur, gerðar úr postulíni o. fl. ákaflega skemmtilegar, og bar herguðinn af þeim öllum. Þar var bakki með 8 skál- um, og var mynd á hverri skál. Mynd- irnar voru af guðum Kínverja. Þar Frú Oddný Sen. voru föt frá Kína, brúðarpils, mjog skrautleg, viðhafnarbúningur karla og kvenna og barnaföt. Allur var þessi fatnaður ákaflega mikið útsaumaður og einkennilegur, ólíkur okkar fötum- Þar voru litlir skór, en með þykkum sólum. Voru þeir lítið stærri en á ný- fætt barn og var þó sagt, að þetta vseru skór af fullorðnum stúlkum. Prjónar voru þarna, ekki ólíkir bandprjónum> en breiðari í endann. Það voru 3 teg- undir af þessháttar prjónum, og borða Kínverjar með þeim. Einir prjónarnir voru í hylki og mjög skrautlegir. Það sem mér fannst allra merkilegast á sýningunni var útskurðarlistin. Þar var t. d. ferjubátur með allri áhöfn skor-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.