Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 19
VMGA ÍSLAND Hindin á kálfinn, en ljónið er bara ræningi.« Ljónið tók undir sig stökk og ætlaði að hremma kanínuna, en hún skautst inn i holu sína og slapp út um hinar dyrnar bak við runnann. »Ég skal svelta þig í hel,« öskr- aði ljónið.« Það hélt, að kanínan væri kyr inni, lagðist niður og beið hjá holumunnanum dag eftir dag. Það varð magurt og lasburða af sulti, en þorði aldrei að skreppa frá eftir æti, því að það hélt, að kanínan slyppi þá út. Það beið hjá holunni, þangað til það dó úr hungri, en hindin fékk aftur kálfinn sinn. Úr bréfi til Unga íslands. Fimmtán ára piltur, sem bœði fyr og nú hefir sent U. t. prýðilegasta efni til birtingar, skrifar blaðinu: -----»Mér þótti mjög gaman að fá »Alma- nak Skólabarna«. Ég er ykkur mjög þakklátur fyrir að byrja aftur á útgáfu þess. í síðastliðin tvö ár, þegar alma- nakið kom ekki út, hélt ég áfram að skrifa sumar töflurnar, t. d. fuglakomur á vorin, hreiður fundi o. s. frv. Töflurnar í almanakinu eru vel til falln- ar að vekja eftirtekt þeirra, er það eiga. Ég hefi mjög gaman af að kynna mér háttu fuglanna. Fylgjast með eggjum og ungum, o. s. frv.«. — — — Með bestu kveðju. Ólafur Þ. Inguarsson, (15 ára). 43 Þjálfun huga og handar. I. 1) Skiptu þessari mynd í 3 jafna hluta. 2) Skrifaðu ósamstæða orðið sér á blað, svo vel sem þú getur: Silfur. Tin. Togleður. Gull. Blý. 3) Skrifaðu næstu tölu við í röðinni: a) 1, 3, 5, 7, 9. b) 5, 10, 15, 20. c) 3, 9, 27. d) 2, 1, l/2, l/4. 4) Siggi er stærri en Ása systir hans, og hún er ekki eins stór og Nonni ■ bróðir þeirra. Hvort er stærra, Nonni eða Ása? 5) Sonur Gríms heitir Óli. Faðir Gríms heitir Andrés. Hvað er Óli mikið skyldur Grími? 6) Teiknaðu þessa mynd á laust blað, klipptu hana í fjóra einslaga hluta og raðaðu þeim þannig saman, að þeir myndi ferning.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.