Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 9
UNGA ISLAND
Mennirnir skiftu sér niður og leit-
uðu lengra og lengra út frá umhverfi
bæjarins. En Sigga var heima hjá
Gunnsu frænku og mömmu. Kýrnar
voru mjólkaðar og það kom hinn
venjulegi háttatími, en enginn fór að
hátta.
Sigga sá að mömmu hennar leið
ekki vel. Þó atyrti hún Siggu ekki
neitt, er hún sagði henni allt eins og
var.
Hún sagði aðeins: — Já, Sigga
mín, þú, sem ert orðin svo stór stúlka,
þú áttir að hafa vit fyrir honum og
fyrirgefa honum, sem er svo mikið
barn. Það var skylda þín.
Já, mamma, sagði Sigga kjökrandi,
ég var heldur ekkert reið við hann,
ekkert vond við hann, ég bara fór inn.
— Jæja, j$)ða mín, það þýðir ekk-
ert að tala um það héðan af, vonandi
finnst hann bráðum heill á húfi. En
allt í einu var sem henni dytti eitthvað
skelfilegt í hug. Hún fölnaði í andliti
og hljóðaði upp yfir sig:
— Guð minn almáttugur! síðan
þaut hún út. Sigga fór á eftir, og það
lá við, að hún stirðnaði af skelfingu,
er hún sá mömmu sína ganga út að
brunninum og lyfta hlemmnum upp.
En guði sé lof, þar var allt með kyrr-
um kjörum og dimmblátt vatn brunns-
ins, kvrrt og þöcrult, speglaði þessi tvö
óttasleernu andlit mæðgnanna og
þokugrátt loftið.
— Þú skalt fara að hátta. Sigga
mín. bað bvðir ekki að þú sért að vaka
þetta lengur. Þetta fer vonandi allt
vel með guðs hjálp, sagði mamma
hennar.
Sigga hlýddi mömmu sinni, en hún
gat ekki farið að sofa. Hugsanirnar
um bróður hennar héldu fyrir henni
vöku. Hvað gat hafa orðið af honum?
Nú lá hún hér inni í rúminu sínu, en
hann var að hrekjast úti. Sennilega
hafði hann farið eitthvað langt í burtu
og síðan villst í þokunni. Henni lá við
örvílnun við þá hugsun, að núna á
þessari stundu væri hann kannske há-
grátandi uppi á heiði og héldi alltaf
lengra og lengra í burtu. Síðan komu
endurminningarnar fram í hug henn-
ar, ein af annarri. Það voru ýms atvik
úr lífi hans og þeirra beggja. Þær
minntu hana á fallegu brosin hans,
þegar hann í gleði sinni sýslaði við
gullin sín. Þær minntu hana einnig á
tár hans; stundum hafði hún strítt
honum. Henni hafði svo oft þótt gam-
an að stríða honum og gera hann reið-
an. En hve hún sá eftir því núna. Ó,
hve henni þótti innilega vænt um
hann. Hún hafði aldrei fundið það
eins og nú.
Hún grúfði sig niður í koddann sinn
og sagði í lágum hljóðum: — Elsku,
góði guð, láttu hann finnast. Elsku,
góði guð, ég skal aldrei verða vond
við hann framar. Stór, heit tár runnu
niður kinnar hennar, alla leið niður
í munnvikin, þau voru sölt og hún
þurrkaði þau burtu með sængurverinu
og reyndi að láta ekki mömmu taka
eftir þessu.
Hún hrökk upp við mannamál utan
af hlaðinu og þaut fram úr rúminu út
að glugga. Þetta var pabbi hennar og
einn maðurinn frá Holti. Þeir höfðu
leitað með ánni alla leið upp að fossi,
hóað og kallað, en ekki fundið neitt.
Skúli Bjartmar var með öllu týndur
úti í þokugrárri nóttinni.
Framh,