Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND Móðurmálið /. Hefnd fílsins. Eins og þið vitið er fíllinn stærsta og sterkasta dýrið, sem lifir á landi. Fíllinn er líka gáfaður — á dýravísu — og eru til margar sögur, sem sanna það. Oft eru fílar veiddir — tamdir og síðan látnir vinna ýms nytsöm störf. Það var einu sinni taminn fíll, sem átti daglega leið fram hjá vinnustofu skraddara nokkurs. Skraddarinn og fíllinn urðu brátt bestu kunningjar, því að skraddarinn rétti oft að honum eitt- hvert góðgæti, er hann fór fram hjá. Fíllinn vandist því á að rétta ranann inn um gluggann hjá skraddaranum og biðja — eins skýrt og honum var unnt — um væntanlegt góðgæti. Stundum hafði skraddarinn samt garaan af að stríða fílnum. Þegar fíll- inn vildi grípa það, er að honum var rétt, kippti skraddarinn hendinni að sér, og höfðu ýmsir skemmtun af til- raunum fílsins til að ná því. — En dag nokkurn datt skraddaranum annað í hug, sem hann bjóst við að verða myndi góð skemmtun af. Þegar fíllinn rak ran- aun inn um gluggann í vón um góðgæti, stakk skraddarinn hann með nál. Fíll- uin sýndi engin merki sársauka né reiði, en hélt áfram á vinnustaðinn. En dag- lnn eftir fyllti hann ranann vatni í for- arPolli skammt frá vinnustofu skradd- arans, og þegar til skraddarans kom, stakk hann rananum að venju inn um ^higgann og sprautaði vatninu yfir skraddarann og fataefnin hans. Allt varð rennvott af forarvatninu, svo að veslings skraddarinn hafði gilda ástæðu U til að iðrast stríðni sinnar og hrekkja við fílinn. Verkefni I. 1) a) Hvert er stærsta og sterkasta landdýrið? b) Til hvers eru fílar tamdir? c) Segðu frá viðskiptum skradd- arans og fílsins. d) Reyndu að rifja upp þær sög- ur, sem þú hefir heyrt um fíla. 2) a) Nefndu þrjú nytsöm dýr, sem maðurinn hefir tamið. b) Nefndu þrjú dýr, sem við not- um til fæðu. c) Nefndu þrjú dýr, sem eru okk- ur til ánægju eigi síður en gagns. d) Aflaðu þér fróðleiks um sem flest íslensk dýr. 3) Skrifaðu svo vel sem þú getur nöfn þriggja hluta, sem notaðir eru í skraddaravinnustofu. 4) Skrifaðu svo vel sem þú getur orð andstæðrar merkingar við: nískur, framför, hagnaður, djarfur, frið- samur. Gátur. 1. Hver er fótlaus flestar nætur, en fær þess á daginn bætur? 2. Hvað er það, sem fótlaust sá ég standa, hefur ei munn, en mælir þó. Mun það engum granda? 3. Þess meir, sem úr mér er tekið, þess stærri verð ég. En þess meir, sem í mig er látið, þess minni verð ég. Hver er ég?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.