Unga Ísland - 01.03.1938, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND
37
Ójá, því er ver og miður, þetta var
svo bratt.
Nú er Gutta nefið snúið,
nú má hafa það á tröll.
Nú er kvæðið næstum búið. —
Nú er sagan öll.
Stefán Jónsson.
Slátrarinn
og málaflufningsmaðurinn.
Slátrari nokkur kom til málafærslu-
manns og kvaðst vilja leita ráða hjá
honum um nokkuð, er komið hafoi
fyrir.
,,í gærdag stal hundur frá mér keti.
Hvaðan á ég að fá skaðann bættan?“
Málafærslumaðurinn svaraði:
,,Ef þér getið sannað stuldinn, þá
ber eiganda hundsins að borga fyrir
hann“.
Slátrarinn dregur nú upp úr vasa
sínum reikning og fær málafærslu-
manninum og segir:
„Þetta er aðeins 6 kr. Ég get sann-
að, að það ver hundurinn yðar, sem
stal ketinu, — 3 kg. af indælasta keti.
Það verður vonandi ekkert því til fyr-
irstöðu að þér greiðið reikninginn'.
Málafærslumaðurinn hugsar sig um
andartak.
„Þetta er nokkuð dýrt“, sagði hann.
„En látum það vera. Ég get því miður
ekki selt yður þessa lögfræðilegu leið-
beiningar minna en 10 kr“. Svo fær
hann slátraranum reikninginn um leið
og hann tautar: „Þér vonandi borgið
mér þá mismuninn, — þessar 4 kr.,
möglunarlaust“.
Hvernig dýrín
fara að lækna sig.
í síðasta hefti Náttúrufræðingsins er
sagt frá því, að steindepilshjón hafi
bundið um fótbrot á unga sínum í hreiðr-
inu og læknað það. Frásögumaður er
þó í vafa um að fuglarnir hafi verið
einir að verki. Litil ástæða er samt að
efast um þessa náttúrugreind fuglanna.
Erlendis er dæmi til, að svipuð tilfelli
hafi komið fyrir, og skal getið hér nokk-
urra.
Maður nokkur skaut skógarsnípu.
Hann tók eftir þvi, að leir var klesstur
utan um annan fótinn, og vafið utan
um hann dúnfjöðrum. Maðurinn sendi
fótinn til náttúrufræðings. Við rannsókn
á fætinum kom í ljós, að hann var brot-
inn, en að mestu algróinn. Þóttust menn
vita að fuglinn hefði sjálfur, eða foreldr-
ar hans, gert þennan umbúnað. Annar
maður veitti því athygli, að fugl af
sömu tegund klessti leir um fótbrot sitt
og vafði að utan með jurtatægjum.
Menn reka sig þannig af tilviljun á
lækningaaðferðir hjá fuglunum, en dæmi
eru þó til, að sum spendýr reyna líka
að lækna og græða meiðsli sín og sár,
og afkvæma sinna. Sagt er að hunds-
tungan sé holl, og að hún sé besta vörn
gegn rotnun í sárum, enda sleikja hund-
ar venjulega sár sín mjög rækilega.
Moskusrottan, sem er algengt nagdýr
í Kanada, klístrar harpeis á sárið til að
græða það. Sagt er að skógarbjörninn
geri það líka, en algengar þó að hann
noti leirmold á meiðsli sín.
Taminn orangutan hafði eitt sinn ó-
þolandi verk í kjálkanum, sem stafaði af
tannkýli. Hann tróð upp í sig leir og