Unga Ísland - 01.06.1938, Síða 7

Unga Ísland - 01.06.1938, Síða 7
UNGA ÍSLAND 79 dæma um hvort loft sé gott eða vont? Jú, það getum við fyrst og fremst með þefskyni okkar, sem hefir aðsetur sitt í nösunum. Gott loft er lyktarlaust, af vondu lofti er ódaunn, ólykt. Sé lykt af loftinu er það vont. Andrúmsloftið í herbergjum okkar, skólum, vinnustofum o. s. frv. á að vera lyktarlaust, sé það ekki, verður að útrýma ólyktinni með því að opna glugga og dyr og þrífa her- bergin og umhverfið. Ykkur verður að vera það vel ljóst, að gott, nýtt loft er ekki síður nauðsynlegt en holl fæða. Hvaða gagn er að olíulampa eða kerti, sem ekki getur logað, sem ekki getur framleitt ljós eða hita, vegna þess, að gott loft vantar, súrefni vantar? Góður, hollur matur getur því aðeins framleitt heilbrigt blóð og hraustan líkama, að honum sé samfara nægilegt af góðu lofti. Gætið þess, að gluggarnir séu nógu oft opnir. Minnist þess, að því minni sem gluggarnir eru og því sjaldnar, sem þeir eru opnir, því hægar eiga sóttir og dauði um inngang á heimilið. Verið sem mest úti og bætið eftir megni andrúmsloftið inni. Þýtt. Sápa er sótthreinsandi. Við vitum öll, að sápuvatn þvær burtu óhreinindi. En kannske þið vitið ekki, að sápa og vatn drepur fljótlega flesta gerla, til dæmis inflúensu, lungnabólgu og barnaveikisgerlana. Notið því sápu þegar þið þvoið ykkur og gleymið ekki, að þvo hendur ykkar áð- ur en þið borðið, ef þið viljið vernda heilsu ykkar. Verjist sjúkdómum með því að sofa fyrir opnum gluggum. STEFÁN JÓNSSON: VÍNIR VORSINS. Pramhald. VIII. Sunnudagur og sól, en berin ekki sprottin. Þeir dagar, sem nú fóru í hönd, voru sannkallaðir sumardagar. Það var eins og sólskinið og sumarhitinn vildi ekki yfirgefa sveitina einn einasta dag. Ef til vill var sveitin líka að fagna þeim unga manni, er hafði yfirgefið margbreytileika Reykjavíkurlífsins og eignast nú heimili hér uppi í þessum ís- lenska dal. Benedikt Þórðarson, kallaður Bensi, virtist líka kunna prýðilega við sig og festa fljótt yndi í sveitinni og sveita- lífið varð honum raunaléttir; því að Bensi, þótt hann væri ekki nema „rétt að segja hérumbil átta ára,“ eins og hann orðaði það, hafði orðið fyrir þungri sorg. IJann hafði orðið fyrir þeirri þyngstu sorg, sem átta ára mann getur hent. Mamma hans hafði dáið síðastlið- inn vetur. Við getum sjálfsagt öll hugsað okkur það, hve sárt það er, ef mamma deyr og sú hönd, er breiddi ofan á okkur sængina, hlúði að okkur, klappaði okk- ur á vangann og strauk burtu tár okk- ar, er orðin köld og ekki lengur til nema í minningunni. Þá eigum við engan barm meir, er við getum hallað okkur að og grátið burt sorgir okkar við, þá er enginn lengur til, sem kyssir okkur á ennið og kallar okkur „elsku barnið sitt.“ Þá erum við einstæðingar. Já, Bensi hafði orðið fyrir þungri

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.