Unga Ísland - 01.06.1938, Page 8
80
UNGA ISLAND
sorg, en tíminn læknar allar sorgir þeg-
ar frá líður. Bensi var nú kominn hér
upp 1 sveit, þar sem amma hans gekk
honum í móður stað og hann hafði strax
eignast vin og leikfélaga.
Það var í annað sinn að fundum þeirra
bar saman. Það var sunnudagur og sól-
skin og systkinin á Hamri og Bensi
héldu upp í hlíðina ofan við bæinn og
báru berjaílátin sín. Sigga gekk alltaf
spölkorn á undan og kallaði við og við
til drengjanna. —
— Iialló, strákar! Þið komist ekkert
áfram.
Og þá reyndu þeir að herða sig og
ná henni.
Sólskríkjurnar sungu margbreytilegu
lögin sín og lóurnar flugu um loftið með
blíðu kvaki. — Þarna hátt uppi flaug
hrossagaukur og skárenndi sér niður á
við og gaf frá sér einkennilega hneggj-
andi hljóð. í grasinu suðaði randafluga,
og á milli tveggja barða óf köngullóin
vefinn sinn.
— Vitið þið hvað maður á að syngja
við köngullóna svo að hún vísi manni á
ber? spurði Sigga.
Það vissu þeir ekki.
— Það er vísa, sem er á þessa leið:
Komdu, komdu köngulló,
ég skal gefa þér gull í skó,
ef þú vísar mér á kolsvarta berjakló.
Svo fóru þau öll með vísuna.
— En strákar, vitið þið hverju gamla
fólkið trúði um hrossagaukinn ?
Ekki vissu þeir það.
— Það trúði því, að sá sem heyrði til
hrossagauksins í suðri í fyrsta sinn að
vori, honum liði vel yfir sumarið, hann
yrði sæll. Ég heyrði til hans í suðri í
vor. Það er sælusumar. Ef maður heyrir
til hans í vestri boðar það veikindi, það
er vesalgaukur. Heyri maður til hans í
austri, verður maður ríkur. Það er auðs-
gaukur, í norðri námsgaukur og niðri
við jörðina nágaukur, þá er maður feig-
ur. — Reyndar heyrir maður aldrei til
hans niðri við jörðina, því að þetta
hljóð, sem hann gefur frá sér, er í fjöðr-
unum á honum, þegar hann kýlfur loft-
ið niður á við. Sko, eins og hann gerir
núna! Sjáið þið! En þetta vissi gamla
fólkið, ekki, það hélt að þetta væri söng-
ur hrossagauksins.
En Skúli Bjartmar var ekki í standi
til að taka eftir þessum fræðum hjá
systur sinni. — „Fara ekki berin að
koma,“ sagði hann óþolinmóður og var
orðinn sveittur kringum nefið.
— Jú, berin fara nú að koma, sagði
Sigga og litlu síðar voru þau komin í
aðalberjaplássið. En þá brá þeim í brún,
það voru eiginlega engin ber komin.
Það var alveg nóg af grænjöxlum og
kannske eitt og eitt krækiber, sem var
orðið svart, en bláber voru engin til.
Þetta var eitt af þeim vonbrigðum,
sem eru svo hversdagsleg í lífinu, en
börnin tóku þessu með þolinmæði, eins
og líka verður að taka öllum vonbrigð-
um lífsins.
Drengirnir fóru að tína upp í sig
grænjaxlana og hældust um, ef þeir
fundu eitt og eitt ber, sem var orðið vel
svart. Sigga var miklu vandlátari en
þeir, og eftir stutta stund settist hún
niður í brekkuna, þeir héldu áfram.
stundarkorn og komu svo og settust hjá
henni.
Það var afarheitt. Þau sátu þarna
uppi í hlíðinni og gátu nú séð vel yfir
dalinn sinn, og bæjaröðina hans, sem
lá þarna framundan þeim. Upp frá flest-
um bæjunum steig reykur. Hægt og