Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.06.1938, Blaðsíða 10
82 UNGA ÍSLAND Sigga: Ha, ha, ha, ha. Nei, það heita þeir nú ekki, þeir heita Kajakkar. Bensi: (Skömmustulegur). Þeir eru úr selskinni og það er hægt að bera þá. Sigga: Grindin í þeir er úr tré. Það er mikill vandi að róa þeim, þeir eru svo mjóir og langir, en geta líka farið afar nratt. Skúli: Mér finnst þessir menn, sem voru til fyrir löngu síðan hafa verið svo heimskir. Bensi: Það er ekki víst að þeir hafi verið neitt heimskir. Það er bara svo langt síðan þeir voru til. Skúli: Er þá jörðin voða gömul? Sigga: Jörðin er svo gömul, að þó að aldur okkar allra væri lagður við aldur- inn hennar Gunnsu frænku, þá væri hann, í samanburði við aldur jarðarinn- ar, eins og minnsta þúfan á túninu heima móts við hæsta fjall landsins. Drengirnir báðir: Er hún virkilega svona gömul? Sigga: Já, svona gömul er hún. Og í stað þess, að fyrst ýttu menn sér áfram yfir vatnið á trjábolum, fara mennirnir nú yfir hin stóru höf á risastórum skip- um, sem eru stærri en nokkur hús, er við höfum séð. Skúli: Er það satt, að það sé eldur, sem ýtir stóru skipunum áfram? Bensi: Eldur, — heldurðu að þau brynnu þá ekki? Sigga: Það er nú raunar eldur samt. Það er gufa, sem knýr þau áfram, þess vegna kallast þau gufuskip. Annars fá- ið þið að vita þetta betur seinna, þá get- ið þið sjálfir lesið um gufuvélina, hvern- ig hún er í aðalatriðum og hver fann hana upp. Bensi: Ég get alveg lesið. Skúli: Ég þekki alla stafina. Bensi: En sá, sem ætlaði sér kring- um jörðina, ekki gæti hann farið á skip- um. Ekki yfir löndin. Við yrðum líklega nokkuð lengi að ganga það. Sigga: Nú hafa mennirnir mörg ráð til að komast yfir jörðina. En einu sinni þekktu menn engin önnur ráð til þess en að ganga. Farangur sinn urðu þeir að bera á bakinu eða draga hann á sleða, er þeir beittu sjálfum sér fyrir. Þetta var reyndar áður en þeir fóru að hugsa um að komast yfir sjóinn. Skúli: Ekki hefði ég viljað vera til þá. Bensi: Það er ekki víst að þá hafi verið vont að vera til. Sigga: Nei, það er ekki víst. Menn- irnir þekktu þá engin samgöngutæki, þau voru engin til og þess vegna gátu þeir engar kröfur um þau gert. Þeir voru kannske alveg eins ánægðir þá og nú. En einhverntíma seinna ætla ég að tala um þau samgöngutæki við ykkur, sem mennirnir hafa notað til þess að ferðast með um löndin. Þá getum við líka séð hvernig mennirnir hafa þrosk- ast stig af stigi, þangað til þeir náðu því, sem þeir eru nú. Drengirnir báðir: Já, einhverntíma seinna. Gerðu það. (Framh.)1. ’TTijtt merki. Þið hafið tekið eftir því, að nú er komið nýtt merki framan á blaðið í stað rauða krossins. Nú er merki blaðsins, lítill rauður kross í birkiblaði og staf- irnir U. L. R. K., sem merkja ungliðar rauða krossins. Börnin í landinu, sem temja sér holl- ar og heilbrigðar lífsvenjur, eru unglið- ar rauða krossins, og „Unga ísland“ er fyrst og fremst blaðið þeirra.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.