Unga Ísland - 01.06.1938, Qupperneq 11

Unga Ísland - 01.06.1938, Qupperneq 11
UNGA ÍSLAND 83 KISA. Einu sinni átti Þórunn systir mín grá- bröndótta kisu. Hún var lítil og liðleg í vexti. Bringan var hvít og gulir blettir í hnakkanum og síðunum. Ég man fyrst eftir kisu þannig, að ég sé hana í hug- anum sitjandi á litlum bekk, rétt hjá eldavélinni. Þar vildi hún vera, þegar hún var að þvo sig og laga. Nokkuð löngu eftir að kisa kom til sögunnar, var fenginn hvolpur á heimilið. Það var tík, og var hún nefnd Grýta. Kisa var vön að mega aldrei sjá ókunnuga hunda án þess að rífa þá og bíta, eins og hún framast gat, og flúði hana þess vegna hver hundur, sem þekkti viðtökur henn- ar. — Fyrst í stað héldum við að kisa myndi amast við Grýtu litlu, en hún gerði henni aldrei mein, og urðu þær fljótt góðar vinur. — Þær virtust bera umhyggju hver fyrír annarar afkvæm- um og oft léku þær sér saman og sleiktu hvor aðra. Einu sinni sem oftar, lá kisa og mókti á bekknum við vélina. Tveir litlir hvolpar, sem Grýta átti, lágu undir vélinni. Allt í einu kom einhver inn með skógviðarbálka í fanginu og fleygði þeim niður rétt hjá hvolpunum. Kisa stökk mjálmandi á fætur og hentist inn undir vélina til hvolpanna. Hún sleikti þá alla og skoðaði. Ég held hún hefði varla getað látið í ljós meiri hræðslu, þó að kettlingarnir hennar hefðu átt í hlut. Skammt fyrir neðan bæinn rennur á. Þangað fórum við Þórunn oft að leika okkur í sandinum. Kisa fylgdist þá ætíð með okkur. Ef við komum mjög nærri ánni, mjálmaði hún og néri sér biðjandi upp við okkur. Sjálfsagt hefir hún ver- ið hrædd um, að við færum okkur að voða við ána. Kisa var mjög gefin fyrir að veiða, áttu hvorki fuglar eða mýs friðland, þar sem hún náði til. Þegar hún lá á kettl- ingum á sumrin, veiddi hún daglega handa þeim og það svo duglega, að þeir gengu oft frá leifum. Aldrei sá ég hana eta neitt af bráð- inni, fyr en kettlingarnir voru orðnir saddir. Kisa þessi varð 11 ára gömul og hélt flestum sínum háttum og kostum til æfiloka. Þórgunnur Björnsdóttir. Lundi, Grenivík 7\vœdið um lœkinn. Á meöan sólin hneig í haf um heiöskír kveld og sumarrjóö var mesta hnoss sem guö mér gaf, aö geta sungiö fallegt Ijóö. í grænni laut hjá grunnri lind, er gróöur haföi moldu skreytt, var ekkert Ijótt og engin synd aö yrkja Ijóö og biÖja heitt. Og þaö var oft, sem þar ég fann frá þunga dagsins hvíld og friö - viö bergvatn hreint er hógvært rann sem hjartans blóö, meö lóigum niö. Við landiö batt ég aldrei ást, en aöeins viö þig lækur smár —. Og því varÖ sérhvert bros er brást í bátrum þínum saklaust tár. Óskar Þórðarson frá Haga.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.