Unga Ísland - 01.06.1938, Qupperneq 17

Unga Ísland - 01.06.1938, Qupperneq 17
UNGA ÍSLAND 89 25 dra Skátafélögin á íslandi eiga 25 ára af- mæli á þessu ári. „Væringjar" er elsta skátafélagið, sem starfar ennþá. Það hóf starf sitt á sumardaginn fyrsta 1913. Síra Friðrik Friðrikssn stofnaði félagið. Síðan hefur félagsskapurinn breiðst út um landið og náð sívaxandi hylli barna og unglinga, enda er hann tvímælalaust einn hinn merkasti æsku- lýðsfélagsskapur í heiminum. Miljónir æskumanna og kvenna fylkja sér undir merki hans. Hér á landi starfa 15 skáta- félög. Bandalag íslenskra skáta var stofnað 1924. I vor verður haldið fjölmennt skáta- mót á Þingvöllum. Þangað koma margir erlendir skátar. Þar þurfa sem flestir íslenskir skátar að mæta. Og æsku- menn, sem hafa ekki fram að þessu kynnt sér skátafélagsskapinn, þurfa að gera það sem fyrst og taka síðan þátt í starfseminni. Það mun verða þeim bæði til gagns og gleði. Unga ísland óskar skátafélagsskapn- um allra heilla og vonar, að hann haldi áfram að safna íslenskum æskulýð und- ir merki sitt, til heilla landi og lýð. Mynd efst t. v.: Merki skátamótsins, er halda á á Þing- völlum í næsta mánuði. Mynd neðst t. v.: Frá þátttöku skáta á alheimsmóti skáta í Austurríki 1936. Mynd í hægri dálki: Skátar afhenda fyrsta fána sinn, Þjóð- minjasafninu í Reykjavík til varð- veitslu.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.