Unga Ísland - 01.06.1938, Síða 19

Unga Ísland - 01.06.1938, Síða 19
UNGA ÍSLAND 91 með grátstaf í rödclinni. En svo harkaði hún af sér og sagði: „Ég vil fá farseðilinn aftur“. „Það er ekki hægt“, sagði Dóri, „því að ég á hann. En ég skal segja þér nokkuð. Það gerir ekk- ert til, þó að þetta færi svona. Skipið er bana komið svo langt út á haf, að við sjáum það ekki. Það er ekki hægt að sjá skipin alla leið til útlanda, og brúðan er auðvitað farin undir þiljur og sofnuð“. „En kjóllinn hennar er rennvot- ur“, sagði Dísa. „Það er satt“, svaraði Dóri. „En á ég að segja þér, hvernig stend- ur á því. Skipið strandar þegar það kemur til útlanda og brotnar í spón. Allir drukkna nema brúð- an. Hún kemst lifandi í land á siglutrénu“. (Framh.). Hvolparnir. Eitt sinn smaug Flekkur litli inn í garðinn til hænsanna og fór að elta kjúklingana. Þá varð líf og fjör í garðinum. Haninn gal'aði, hænurnar görguðu og kjúkling- arnir hlupu svo hart, að fæturn- ar á þeim sýndust tæpast snerta jörðina. Flekk heppnaðist samt að ná í stélið á einum unganum ,og var mjög hróðugur með fullan kjaftinn af fjöðrum, þegar Sigga tókst loksins að ná í hann. Aum- ingja Flekkur var hýddur. Hann hljóp skrækjancli til Tátu, mömmu sinnar, og hún huggaði hann með því að sleikja hann. Einu sinni kom Siggi hlaupandi með öndina í hálsinum inn í búr til mömmu sinnar og kallaði: „Mamma, mamma. Táta hefir eignast fjóra litla hvolpa!“ — Mlamma hans varð að fara með honum til að skoða þá. Táta var í óða önn að þvo þeim, en hún þvær þeim ekki eins og mamma hans Sigga þvær honurn. Táta sleikir bara hvolpana sína, og hún sleik- ir þá vel með stóru, mjúku tung- unni sinni, og helclur þeim vel hreinum. Siggi horfði brosandi á hvolp- ana, en allt í einu varð hann sorg- mæddur á svipinn og sagði: „Mamma, þeir hafa engin augu“. „Það er ekkert hættulegt“, sagði mamma hans. „Hvolparnir eru blindir fyrst í stað, alveg eins og kettlingarnir, og nú skaltu telja dagana, þangað til þeir fara að sjá“. Sigga þótti vænt um að heyra þettia. Næstu daga sat hann alltaf hjá hvolpunum, þegar hann hafði tíma til þess, og athugaði þá vand- lega. Hvolparnir fengu mjólk hjá mömmu sinni; þeir sugu hana. Þeir stækkuðu og urðu digrir. En

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.