Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 4
126 UNGA ÍSLAND svo fjarri, og að ekkert getur gert okkur mein. — Mér finnst ég sjá inn í annan heim, sem er fullur af svörtum, ljótum verum, svartálfum. — Þeir vita áreiðanlega ekki, að við séum tii, eða nokkur geti séð þá. (Grípur nú, með meiri hræðslusvip, höndum fyrir augun og hljóðar). Ó, hvílík skelfing! Álfheiður: Hvað sérðu nú, Álfdís? Segðu okkur það. Við verðum ekkert hí’ædd. Þú segir, að þeir viti ekkert um okkur, svartálfarnir í myrkrinu. Álfdís: Margt af því, sem ég sé er svo ljótt, að enginn getur sagt frá því. Nú sé ég stóran svartálf ráðast á annan minni og særa hann mörgum og djúpum sárum. Guð minn góður! Hann kvelst! (Álfdís réttir fram hend- urnar. Hrópar): Ég vil hjálpa honum; hjálpa, hjálpa. (Verður rólegri, undr- unarsvipur færist yfir andlit hennar). Álfheiður: Hvað sérðu nú, Álfdís? Álfdís: Ég sé álfabarn koma og falla á kné fyrir stóra, vonda svartálfinum. Nú er eins og honum fallist hendur. Þeir eru þá líka dálítið miskunnsamir. Ilann sleppir særða svartálfinum. — (Brosir). Nú stendur særði álfurinn upp. Ég sé í augu hans. Þau eru dimm, djúp og fögur, eins og nóttin. Fegurð- in er þá líka til hjá þeim. En hann getur ekki gengið. (I geðshræringu). Ilann hnígur niður. Hann deyr, hann deyr! En ég sé, að hann er fallegur og góður. Ég vil hjálpa honum. (Ætl- ar að stökkva brott). Ég fer til hans. Snær: (Tekur um hendur henni, sef- andi.) Álfdís, vertu róleg. Þér sýn- ist þetta bara. Við sjáum ekki neitt. Álfdís: Þið sjáið þetta aldrei. En ég get ekki verið róleg, meðan ég veit um særða, fallega svartálfinn, sem verð- ur að kveljast í myrkrinu. Þetta eru ekki missýningar, en hvað getur það verið ? Leynir: Nú kemur konungur ljós- álfaheims. Hann getur sagt þér um þetta. Hann veit allt. (Konungurinn kemur inn. Álfarnir hneigja sig mjúklega og fara. Konung- urinn staðnæmist á miðju sviðinu. — horfir þögull á eftir álfunum. Hann er klæddur skrúða með gyllta kórónu á höfði). . . Álfdís: (Snýr við og fellur á kné fyrir konungi.) Vitri konungur ljósálfa, leyfist mér að spyrja yður um hluti, sem ræna mig ró og friði hér í landi vorsins og sælunnar? Álfakóngur: Litla ljóssins dóttir, segðu mér hvað liggur þér á hjarta. Ég sé að augu þín eru stjörnur, og að þú ert björt eins og englar vorsins. Álfdís: Hjartans þakkir, góði kon- ungur. Stundum, þegar ég er að dansa og syngja eða leika mér við blómin með leiksystkinum mínum, þá birtast mér sýnir. Mér finnst, að ég sjái í ann- an heim, fullan af myrkri og alls konar böli og eymd. Álfakóngur: Það er rétt, að til er annar heimur, svartálfaheimurinn. Þar ríkir myrkrið og dauðinn í stað ljóss- ins og lífsins hjá okkur. Um það er gömul sögn, að ein álfamey hafi getað séð þangað. Hún lýsti ýmsu, sem hún sá. Þess vegna veit ég um þennan myrkraheim. En svartálfarnir heilluðu hana til sín, og hún varð svört og vond eins og þeir. Það er stærsta sorg- arsaga ljósálfanna. Álfdís: En göfugi konungur, er eng- in leið til að frelsa svartálfana frá myrkrinu og bölinu, sorginni og dauð- anum? Ég sé ljós kærleika og fegurðar í augum eins þeirra. Það ljós getuv

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.