Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 15
VNGA ÍSLAND ar hann gekk um með hann á eftir, en alla peningana, sem hann safnaði, tók höfðinginn, en Clrik fekíc várla nóg að borða, og það sem hann fekk, var svo vont, að hann varla kom því niður. Á flótta til su'óurs. Meðal Tataranna veitti Ulrik athygli ungri stúlku. Hún var mjög falleg og umhyggja hennar fyrir blindum föður hræði hann. Þau tilheyrðu eigihlega ekki flokknum, en höfðinginn Iiafði boð- ið henni mikla penmga til að fylgjast með þeim. Og til að geta annast gaml- an og hjálparvana föður sinn, hafði hún gengist inn á tilboðið. Hún var línudansari — og fekk eins og hann að kenna á svipunni. „Hann er vondur‘“ hvíslaði hún emu sinni að ölrik. „Þú verður að reyna að flýja, annars sleppur þú aldrei frá honum“. „Er ekki þýðingarlaust að reyna það?“ hvíslaði hann. „Þú verður, ef .þú nokkru sinni átt að komast heim aftur. Ég trúi sögu þinni“. Hún hét Marietta. Og fallegu augun hennar voru einu augun, sem litíö höfðti hlýlega til hans, síðan hann kom til Tataranna. Uann gleymdi því heldur ekki. Eftir þetta töluðu þau saman í laumi, er tækifæri gafst. Marietta var einnig búin að fá nóg af veru sinni þarna, því að höfðinginn sveik hana um þá peninga, er hann hafði lofað henni. Þegar hún minntist á það, fór hún undan í flæmingi og hafði ýms undanbrögð. Aðeins stöku sinnum fekk hún smávægilega upphæð, 137 sem ekki var nema brot af því, sem lienni hafði verið lofað, Hún trúði Ulrik fyrir því, að hún hefði í hyggju að flýja með föður sín- um, því að hún var viss um, að höfð- inginn myndi aldrei sleppa henni af fúsum vilja. Það var því ekki um ann- að að ræða en að grípa tækifærið, er það byðist og flýja. Hún bauð Ulrik að fylgjast með þeim á flóttanum og þar til honum byðist tækifæri til að komast heim til Noregs. Þau gerðu nú í sameiningu ýmsar áætlanir um flóttann, en við nánari at- hugun hurfu þau frá þeim — áhættan var allt of mikil. Ef þau næðust á flóttanum myndi þeim verða misþyrmt alveg hræðilega. Það var því ekki ann- að að gera, en að bíða þolinmóð þar til hendingin kæmi þeim til hjálpar. Ijoksins — um kolsvarta nótt heppn- aðist þeim að sleppa burt. Tatararnir höfðu haft drykkjugildi um kvöldið og lágu flestir dauðadrukknir og sjálfur höfðinginn lá við kulnandi bálið og hraut hátt. Þá virtist Ulrik tækifærið vera kom- ið að flýja — og það án tafar, ef þau nokkru sinni ættu að sleppa. Hann læddist því þangað, sem Mar- ietta og faðir hennar lágu. Þau voru vakandi, því Marietta hafði einmitt verið að hugsa um hið sama — flótt- ann. „Hljótt‘“ hvíslaði hún. „Bara að þcir sofi allir!“ „Þeir sofa eins og steinar!“ hvíslaði Ulrik á móti. „Nú er tækifærið!“ Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.